Gleymdum ekki og gleymum ekki lífeyrisþegum Björk Vilhelmsdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:17 Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið. Góð sátt náðist við Landsamtök eldri borgara um breytingarnar og var lagt fram frumvarp til Alþingis í mars. Ekki náðist að samþykkja þetta, en mikilvægt er að komandi Alþingi og ríkisstjórn skapi svigrúm til að mæta þeim útgjöldum sem þetta frumvarp leiðir af sér – þannig að eldri borgarar og síðan öryrkjar fái notið góðs af. Þá var gert samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Það kallar á viðbótarútgjöld upp á 3.7 milljarða næstu tvö árin. Umdeilt og erfitt bráðabirgðaákvæði frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar fellur úr gildi í ársbyrjun 2014 skv. samkomulaginu.Makatengingar afnumdar Strax í upphafi þessa kjörtímabils, haustið 2009, afnámum við makatengingar í almannatryggingakerfinu. Sú aðgerð nýttist þúsundum kvenna sem höfðu litlar og skertar almannatryggingar vegna tekna maka sinna. Af þessu mannréttindaskrefi er Samfylkingin stolt. En það hafa verið tekin fleiri góð skref. Framfærsluuppbót var sett sem tryggir öllum lágmarkslífeyri. Nú er hann 211 þús. á mánuði fyrir fólk sem rekur heimili.Einfaldara og skýrara kerfi En aftur að frumvarpinu sem lagt var fram í mars. Þar voru bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót sameinaðir. Dregið er úr tekjutengingum og frítekjumörk afnumin. Ekki er horft til þess hvaðan tekjur koma, heldur lækkar lífeyrir um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur.Hvað ef … Helmingaskiptastjórn. Það segir sig sjálft að ef lækka á skatta eða lækka skuldir hjá efnameira fólki þá verður ekkert svigrúm til þess að hækka almannatryggingar og greiða fyrir samkomulagið um að taka til baka þær sáru skerðingar sem lífeyrisþegar urðu fyrir. Þessar skerðingar voru líka sárar fyrir jafnaðarmenn – því ekkert er þeim sárara en að skera niður á þá sem lægstar hafa tekjurnar og eru háðir samábyrgð samfélagsins. Atkvæði greitt Samfylkingunni. Við Samfylkingarfólk heitum lífeyrisþegum að vinna áfram að hagsmunamálum þeirra. Að berjast fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs í þágu þeirra og að gera frumvarpið að lögum sem einfaldar, bætir og hækkar greiðslur almannatrygginga.Björk Vilhelmsdóttir , skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið. Góð sátt náðist við Landsamtök eldri borgara um breytingarnar og var lagt fram frumvarp til Alþingis í mars. Ekki náðist að samþykkja þetta, en mikilvægt er að komandi Alþingi og ríkisstjórn skapi svigrúm til að mæta þeim útgjöldum sem þetta frumvarp leiðir af sér – þannig að eldri borgarar og síðan öryrkjar fái notið góðs af. Þá var gert samkomulag stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum. Það kallar á viðbótarútgjöld upp á 3.7 milljarða næstu tvö árin. Umdeilt og erfitt bráðabirgðaákvæði frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar fellur úr gildi í ársbyrjun 2014 skv. samkomulaginu.Makatengingar afnumdar Strax í upphafi þessa kjörtímabils, haustið 2009, afnámum við makatengingar í almannatryggingakerfinu. Sú aðgerð nýttist þúsundum kvenna sem höfðu litlar og skertar almannatryggingar vegna tekna maka sinna. Af þessu mannréttindaskrefi er Samfylkingin stolt. En það hafa verið tekin fleiri góð skref. Framfærsluuppbót var sett sem tryggir öllum lágmarkslífeyri. Nú er hann 211 þús. á mánuði fyrir fólk sem rekur heimili.Einfaldara og skýrara kerfi En aftur að frumvarpinu sem lagt var fram í mars. Þar voru bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót sameinaðir. Dregið er úr tekjutengingum og frítekjumörk afnumin. Ekki er horft til þess hvaðan tekjur koma, heldur lækkar lífeyrir um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur.Hvað ef … Helmingaskiptastjórn. Það segir sig sjálft að ef lækka á skatta eða lækka skuldir hjá efnameira fólki þá verður ekkert svigrúm til þess að hækka almannatryggingar og greiða fyrir samkomulagið um að taka til baka þær sáru skerðingar sem lífeyrisþegar urðu fyrir. Þessar skerðingar voru líka sárar fyrir jafnaðarmenn – því ekkert er þeim sárara en að skera niður á þá sem lægstar hafa tekjurnar og eru háðir samábyrgð samfélagsins. Atkvæði greitt Samfylkingunni. Við Samfylkingarfólk heitum lífeyrisþegum að vinna áfram að hagsmunamálum þeirra. Að berjast fyrir auknum útgjöldum ríkissjóðs í þágu þeirra og að gera frumvarpið að lögum sem einfaldar, bætir og hækkar greiðslur almannatrygginga.Björk Vilhelmsdóttir , skipar 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar