Handbolti

Snorri hafnaði tilboði Westwien

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Forráðamenn austurríska úrvalsdeildarfélagsins Westwien buðu Snorra Stein Guðjónssyni að gerast spilandi þjálfari liðsins.

Snorri hélt til Vínarborgar til viðræðna við fulltrúa félagsins sem lögðu hart að honum að taka starfið að sér. Eftir íhugun ákvað Snorri hins vegar að hafna tilboðinu.

Hann hefur spilað með danska liðinu GOG í vetur en liðið vann sér þá sæti í dönsku úrvalsdeidinni.

Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, er nú með tilboð frá Westwien sem hann íhugar nú.


Tengdar fréttir

Erlingur með tilboð frá Austurríki

Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, gæti verið á leið í þjálfun í Austurríki en hann er með tilboð frá liði þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×