Liðsmenn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin unnu 32-26 sigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Tapið gerir svo gott sem úti um von Löwen um þýska meistaratitilinn.
Heimamenn réðu lögum og lofum í dag og náðu mest ellefu marka foryrstu. Sex mörk frá Stefáni Rafni Sigurmannssyni og fjögur frá Alexander Peterssyni dugðu ekki til.
Kiel situr í toppsæti deildarinnar sem fyrr með 49 stig en lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Löwen hafa 46 stig. Berlínardrengir Dags sitja í fjórða sæti með 41 stig.
Handbolti