Brasilíumaðurinn David Luiz skoraði mark kvöldsins í leik Chelsea og Basel í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.
Luiz skoraði markið glæsilega á 59. mínútu leiksins. Þá fékk hann boltann utan vítateigs og smellti boltanum með vinstri fæti, hans veikari, upp í markvinkilinn. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Chelsea leiðir samanlagt 5-2 í einvígi liðanna þegar fimm mínútur lifa leiksins á Brúnni í London. Chelsea mun því leika til úrslita í Amsterdam þann 15. maí.
