Sýslumaðurinn farinn úr Dalasýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2013 18:45 Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni." Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni."
Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira