Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á í kvennaboltanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 11:18 Úr leik Þór/KA og Selfoss í Pepsi-deild kvenna sumarið 2012. Mynd/Auðunn Níelsson „Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32
Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49