Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á í kvennaboltanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 11:18 Úr leik Þór/KA og Selfoss í Pepsi-deild kvenna sumarið 2012. Mynd/Auðunn Níelsson „Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32
Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49