Fjölmenningin blómstrar á Íslandi Mikael Torfason skrifar 12. maí 2013 10:56 Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. "Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. "Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér," sagði borgarstjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlutfall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaupmannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglufulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum innflytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. "Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. "Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér," sagði borgarstjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlutfall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaupmannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglufulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum innflytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun