Handbolti

Spila við Ísland og labba Fimmvörðuháls

Þórir fagnar með stelpunum sínum.
Þórir fagnar með stelpunum sínum.

Það verður tvíhöfði í Laugardalshöllinni þann 16. júní er þjóðin fær að kveðja Ólaf Stefánsson því íslenska kvennalandsliðið mun þá mæta hinu geysisterka liði Noregs.

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, er á leið með liðið sitt í æfingabúðir á Íslandi. Norska liðið mun æfa á Laugarvatni í viku og spila tvo æfingaleiki við Ísland.

Sá fyrri fer fram í Höllinni á undan kveðjuleik Ólafs, sem er gegn Rúmeníu, en sá síðari tveim dögum síðar.

Norsku stelpurnar ætla að bralla ýmislegt á Íslandi og meðal annars er stefnan tekin á að labba Fimmvörðuháls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×