Það voru skoruð fjórtán mörk í 5. umferð Pepsi-deildar karla en henni lauk í gærkvöld.
Í myndbandinu hér að ofan má sjá öll mörk umferðarinnar en það er U2 sem leikur fyrir dansi.
Næsti leikur í Pepsi-deildinni er 2. júní en þá tekur ÍBV á móti Fylki.
Aðrir leikir í 6. umferð fara svo fram 9. og 10. júní en smá hlé er vegna landsleiks Íslands og Slóveníu.
