Körfubolti

Bandaríkjamaður þjálfar Keflavíkurliðin

Johnston leysir Sigurð Ingimundarson af hólmi en hann hefur verið afar farsæll í Keflavík.
Johnston leysir Sigurð Ingimundarson af hólmi en hann hefur verið afar farsæll í Keflavík.

Keflavík fann í kvöld arftaka Sigurðar Ingimundarsonar en félagið réð þá Bandaríkjamanninn Andy Johnston sem þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins.

Johnston er 48 ára Bandaríkjamaður og hann hefur yfir 20 ára reynslu af körfuboltaþjálfun.

Síðustu fimm ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá St. Francis College.

Tímabilið 2007-2008 þjálfaði hann lið PUHU í 1. deildinni í Finnlandi við góðan orðstír en vegna fjárhagsörðugleika hélt hann ekki áfram með liðið. Fram að tímabilinu í Finnlandi þjálfaði hann hjá hinum ýmsu háskólum í Bandaríkjunum.

Samningur Johnston við Keflavík er til tveggja ára.

Keflavík tilkynnti einnig í kvöld að félagið væri búið að semja til tveggja ára við Þröst Leó Jóhannsson. Hann er uppalinn hjá félaginu en hefur leikið með Tindastóli síðustu tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×