Fótbolti

Fjórir leikmenn Bayern bestu leikmenn ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jupp Heynckes.
Jupp Heynckes. Nordicphotos/Getty

Jupp Heynckes, fráfarandi þjálfari Bayern München, segir Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger, Franck Ribery og Thomas Müller efsta á blaði sem bestu leikmenn ársins 2013.

Frá árinu 2010 hafa aðeins Cristiano Ronaldo, Xavi Hernandez og Andreas Iniesta komist í efstu þrjú sætin en Lionel Messi hefur hlotið nafnbótina öll árin.

Bæjarar unnu þýska bikarinn um helgina og urðu aðeins sjöunda félagið í evrópskri knattspyrnusögu til þess að landa þrennunni. Liðið varð landsmeistari, bikarmeistari og Evrópumeistar. Celtic frá Glasgow vann fyrst liða þrennuna 1967.

„Ég reikna með því að valið standi á milli fjögurra leikmanna okkar," sagði Heynckes í viðtali eftir bikarsigurinn gegn Stuttgart og nefndi leikmenn sína fjóra.

 

„Þeir ættu það skilið og einnig vel við hæfi enda ekkert lið sem var jafn óstöðvandi og FC Bayern," sagði Heynckes.

„Messi er kannski besti knattspyrnumaður í heimi en hann er ekki gjaldgengur í kosninguna í þetta skiptið," sagði Heynckes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×