Annar kínverskur olíurisi í viðræðum um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2013 18:45 Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00