Handbolti

Þjóðverjar í slæmum málum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þjóðverjar máttu sætta sig við tap í Svartfjallalandi.
Þjóðverjar máttu sætta sig við tap í Svartfjallalandi. Nordicphotos/AFP

Svartfjallaland vann dramatískan 27-25 heimasigur á Þjóðverjum í undankeppni Evrópumótsins í handbolta í kvöld.

Svartfellingar höfðu 13-11 yfir í hálfleik og tryggðu sér sæti í lokakeppninni í Danmörku. Þjóðverjar verða að leggja Ísrael í lokaleik sínum og treysta um leið á að Svartfellingar vinni útisigur á Tékkum.

Þá tryggðu Króatar sæti sit í lokakeppninni með sigri á Slóvökum á úitvelli 31-22. Króatar komust í 6-0 og heimamenn sáu aldrei til sólar. Ungverjar misstigu sig í Lettlandi þar sem niðurstaðan varð 25-25 jafntefli.

Króatía hefur eins stigs forskot á Ungverja fyrir lokaumferðina en báðar þjóðir eiga öruggt sæti í lokakeppninni. Króötum dugar jafntefli á heimavelli gegn Lettum til að hafna í efsta sæti riðilsins.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 29-23

Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2014 eftir slæma frammistöðu í Hvíta-Rússlandi. Strákarnir eiga þó enn góðan möguleika á að vinna riðilinn.

Fóru létt með Rúmena

Slóvenar unnu öruggan níu marka útisigur á Rúmeníu í hinum leik 6. riðils undankeppni EM í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×