Sveinbjörg Zophaníasdóttir, fjölþrautarkona úr FH, hafnaði í þriðja sæti einstaklinga í 2. deild EM landsliða sem nú fer fram í Portúgal.
Sveinbjörg fékk alls 5479 stig í þrautinni sem er besti árangur hennar til þessa. Hún átti fyrir best 5424 stig.
Hún var í forystu fyrir lokagreinina, 800 m hlaup, en missti keppendur frá Króatíu og Danmörku fyrir framan sig þrátt fyrir að hafa náð besta tíma sínum í greininni, 2:23,53 sekúndum.
Þá náði María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni, einnig frábærum árangri en hún endaði með 5321 stig. Það er einnig persónuleg bæting hjá henni og hafnaði hún í sjöunda sæti einstaklinga.
Þar með er ljóst að María Rún vann sér inn þátttökurétt á EM U-22 sem fer fram síðar í sumar. Sveinbjörg var þegar búin að vinna sér inn þátttökurétt á mótinu en hún er ríkjandi Norðurlandameistari í þessum aldursflokki.
Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi, fékk samtals 4933 stig en Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, kláraði ekki sína þraut eftir að hafa gert þrívegis ógilt í langstökki.
Sveinbjörg og María bættu sinn besta árangur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn