Rosberg vann æsilegan kappakstur í Bretlandi | Myndband 30. júní 2013 15:53 Þjóðverjinn Nico Rosberg vann breska kappaksturinn á Silverstone í dag eftir að hafa komist af í æsilegum kappakstri. Dekkjavandræði settu stóran svip á mótið og gerðu mönnum erfitt fyrir. Liðsfélagi Rosbergs hjá Mercedes, Lewis Hamilton, ræsti fremstur og leiddi kappaksturinn framan af þar til dekk sprakk hjá honum svo hann þurfti að fara inn á viðgerðarsvæðið. Vettel tók þá við forystunni og hélt henni þar til Red Bull-bíll hans bilaði þegar tæpir tíu hringir voru eftir. Það voru því spennandi hringir framundan sem áttu eftir að ráða úrslitum mótsins. Mark Webber á Red Bull hafði fallið í 15. sætið í eftir samstuð við Romain Grosjean í fyrsta hring en náði að vinna sig upp í annað sætið. Þar endaði hann á undan Fernando Alonso á Ferrari. Þeir Webber og Alonso höfðu komist í verðlaunasætin eftir að þeir tóku fram úr Kimi Raikkönen á Lotus þegar fáeinir hringir voru eftir. Raikkönen þurfti því að láta fjórða sætið sér að góðu á Silverstone. Hamilton endaði í fimmta sæti og Felipe Massa í sjötta. Adrian Sutil var öflugur í kappakstrinum og endaði sjöundi. Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso varð áttundi eftir að hafa sýnt góða spretti og skotinn Paul di Resta varð níundi á undan Nico Hulkenberg, sem hangaðist á óförum annara og endaði tíundi í síðasta stigasætinu. Brottfall Vettels úr kappakstrinum þýðir að forskot hans í stigakeppni ökuþóra hefur nú minkað og er nú aðeins 21 stig. Fernando Alonso er annar þar á undan Kimi Raikkönen. Red Bull leiðir sem fyrr stigabaráttu bílasmiða en þar á eftir koma Mercedes-menn og þá Ferrari. Næsti kappakstur fer fram á Nürburgring í Þýskalandi um næstu helgi. Hér efst í fréttinni má sjá þáttinn Við endamarkið sem var sýndur að kappakstrinum loknum. Formúla Video kassi sport íþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg vann breska kappaksturinn á Silverstone í dag eftir að hafa komist af í æsilegum kappakstri. Dekkjavandræði settu stóran svip á mótið og gerðu mönnum erfitt fyrir. Liðsfélagi Rosbergs hjá Mercedes, Lewis Hamilton, ræsti fremstur og leiddi kappaksturinn framan af þar til dekk sprakk hjá honum svo hann þurfti að fara inn á viðgerðarsvæðið. Vettel tók þá við forystunni og hélt henni þar til Red Bull-bíll hans bilaði þegar tæpir tíu hringir voru eftir. Það voru því spennandi hringir framundan sem áttu eftir að ráða úrslitum mótsins. Mark Webber á Red Bull hafði fallið í 15. sætið í eftir samstuð við Romain Grosjean í fyrsta hring en náði að vinna sig upp í annað sætið. Þar endaði hann á undan Fernando Alonso á Ferrari. Þeir Webber og Alonso höfðu komist í verðlaunasætin eftir að þeir tóku fram úr Kimi Raikkönen á Lotus þegar fáeinir hringir voru eftir. Raikkönen þurfti því að láta fjórða sætið sér að góðu á Silverstone. Hamilton endaði í fimmta sæti og Felipe Massa í sjötta. Adrian Sutil var öflugur í kappakstrinum og endaði sjöundi. Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso varð áttundi eftir að hafa sýnt góða spretti og skotinn Paul di Resta varð níundi á undan Nico Hulkenberg, sem hangaðist á óförum annara og endaði tíundi í síðasta stigasætinu. Brottfall Vettels úr kappakstrinum þýðir að forskot hans í stigakeppni ökuþóra hefur nú minkað og er nú aðeins 21 stig. Fernando Alonso er annar þar á undan Kimi Raikkönen. Red Bull leiðir sem fyrr stigabaráttu bílasmiða en þar á eftir koma Mercedes-menn og þá Ferrari. Næsti kappakstur fer fram á Nürburgring í Þýskalandi um næstu helgi. Hér efst í fréttinni má sjá þáttinn Við endamarkið sem var sýndur að kappakstrinum loknum.
Formúla Video kassi sport íþróttir Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira