Takk, stelpur Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. júlí 2013 16:15 Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. Karlmenn eru helsta ógn kvenna. Engin dýrategund er jafn líkleg til að lemja, nauðga og drepa konur. Að stelpa samþykki að fara út með strák er jafn galið, tölfræðilega, og ef sami strákur myndi skreppa til Alaska að klappa grábjörnum. Engin skepna hefur beitt jafn margar konur ofbeldi og karlinn. Ekki einu sinni hákarlinn. Og hann er með vígtennur. En hver er helsta ógn karla? Hjartasjúkdómar — eins og fyrrnefndur Louis bendir á. Semsagt; helsta ógnin slær í brjósti okkar. Við treystum á heilbrigt líferni þó erfðir hafi mest um málið að segja. Ef við hreyfum okkur, og borðum að jafnaði mat sem er ekki ógeðslegur, stóraukum við líkurnar á því að lifa þangað til við hættum að geta skeint okkur. Konur stýra hins vegar ekki örlögum sýnum jafn auðveldlega. Þeim er ráðlagt að fara á sjálfsvarnarnámskeið, að labba aldrei einar heim, að klæða sig svona en ekki hinsegin, að daðra ekki of mikið, að vera ekki of fullar og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að konur vantreysti karlmönnum, svona almennt. Þær eru enn til í að fara út, heim, í bjór og mat með gaurum sem þær þekkja ekki neitt — og sýna raunar ótrúlegt hugrekki með því. Hugrekki sem heimurinn reiðir sig á því forsendan fyrir framtíð mannkyns er sú að fólk haldi áfram að ríða þegar það vill ríða. Takk, stelpur. Fyrir hönd mannkyns. Takk fyrir að nenna þessu. Haldið áfram að berjast fyrir því að fá að vera eins og þið viljið vera, án þess að í því felist ábyrgð á gjörðum smámenna. Ef við hættum að halda kjafti um nauðganir og ofbeldi almennt þurfa dætur okkar, eða dætur þeirra, kannski ekki að troða lykli í lófa sér þegar þær asnast til að labba einar heim.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. Karlmenn eru helsta ógn kvenna. Engin dýrategund er jafn líkleg til að lemja, nauðga og drepa konur. Að stelpa samþykki að fara út með strák er jafn galið, tölfræðilega, og ef sami strákur myndi skreppa til Alaska að klappa grábjörnum. Engin skepna hefur beitt jafn margar konur ofbeldi og karlinn. Ekki einu sinni hákarlinn. Og hann er með vígtennur. En hver er helsta ógn karla? Hjartasjúkdómar — eins og fyrrnefndur Louis bendir á. Semsagt; helsta ógnin slær í brjósti okkar. Við treystum á heilbrigt líferni þó erfðir hafi mest um málið að segja. Ef við hreyfum okkur, og borðum að jafnaði mat sem er ekki ógeðslegur, stóraukum við líkurnar á því að lifa þangað til við hættum að geta skeint okkur. Konur stýra hins vegar ekki örlögum sýnum jafn auðveldlega. Þeim er ráðlagt að fara á sjálfsvarnarnámskeið, að labba aldrei einar heim, að klæða sig svona en ekki hinsegin, að daðra ekki of mikið, að vera ekki of fullar og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að konur vantreysti karlmönnum, svona almennt. Þær eru enn til í að fara út, heim, í bjór og mat með gaurum sem þær þekkja ekki neitt — og sýna raunar ótrúlegt hugrekki með því. Hugrekki sem heimurinn reiðir sig á því forsendan fyrir framtíð mannkyns er sú að fólk haldi áfram að ríða þegar það vill ríða. Takk, stelpur. Fyrir hönd mannkyns. Takk fyrir að nenna þessu. Haldið áfram að berjast fyrir því að fá að vera eins og þið viljið vera, án þess að í því felist ábyrgð á gjörðum smámenna. Ef við hættum að halda kjafti um nauðganir og ofbeldi almennt þurfa dætur okkar, eða dætur þeirra, kannski ekki að troða lykli í lófa sér þegar þær asnast til að labba einar heim.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar