Powell féll líka á lyfjaprófi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2013 09:27 Nordic Photos / Getty Images Ótrúleg tíðindi berast í frjálsíþróttaheiminum en Asafa Powell, fyrrum heimsmethafi í 100 m hlaupi, féll á lyfjaprófi líkt og Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay. Í gær var greint frá því að Gay hefði fallið á lyfjaprófi sem var tekið í maí en ekki hefur verið greint frá því hvað ólöglega efnið heitir sem hann neytti. Hann neitar þó vitneskju um að hafa tekið inn ólöglega lyfið og segir að nákominn aðili hafi brugðist sér. Powell er svo í hópi fimm íþróttamanna sem féllu á lyfjaprófi á landsmóti Jamaíku í síðustu viku en hann vann gull með 4x100 m boðhlaupssveit Jamaíku á Ólympíuleikunum í London síðastliðið sumar. Powell var heimsmethafi í 100 m hlaupi á undan landa sínum Usain Bolt. Powell staðfestir að oxilofrine hafi fundist í líkama sínum þegar hann var prófaður en rétt eins og Gay neitar Powell því að hafa haft vitneskju um að hann væri að taka inn ólöglegt efni. „Ég er ekki svindlari,“ sagði hann við fjölmiðla í heimalandinu. „Málið verður rannsakað í mínu teymi og við heitum fullri samvinnu við yfirvöld.“ Sherone Simpson féll einnig á lyfjaprófi en hún vann silfur með kvennasveit Jamaíku í 4x100 m hlaupi á leikunum í London. Hún vann einnig silfur í 100 m hlaupi kvenna í Peking árið 2008. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Ótrúleg tíðindi berast í frjálsíþróttaheiminum en Asafa Powell, fyrrum heimsmethafi í 100 m hlaupi, féll á lyfjaprófi líkt og Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay. Í gær var greint frá því að Gay hefði fallið á lyfjaprófi sem var tekið í maí en ekki hefur verið greint frá því hvað ólöglega efnið heitir sem hann neytti. Hann neitar þó vitneskju um að hafa tekið inn ólöglega lyfið og segir að nákominn aðili hafi brugðist sér. Powell er svo í hópi fimm íþróttamanna sem féllu á lyfjaprófi á landsmóti Jamaíku í síðustu viku en hann vann gull með 4x100 m boðhlaupssveit Jamaíku á Ólympíuleikunum í London síðastliðið sumar. Powell var heimsmethafi í 100 m hlaupi á undan landa sínum Usain Bolt. Powell staðfestir að oxilofrine hafi fundist í líkama sínum þegar hann var prófaður en rétt eins og Gay neitar Powell því að hafa haft vitneskju um að hann væri að taka inn ólöglegt efni. „Ég er ekki svindlari,“ sagði hann við fjölmiðla í heimalandinu. „Málið verður rannsakað í mínu teymi og við heitum fullri samvinnu við yfirvöld.“ Sherone Simpson féll einnig á lyfjaprófi en hún vann silfur með kvennasveit Jamaíku í 4x100 m hlaupi á leikunum í London. Hún vann einnig silfur í 100 m hlaupi kvenna í Peking árið 2008.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira