Aron valdi bandaríska landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:57 Aron í leik með landsliði Íslands skipuðu leikmönnum undir 21 árs. Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar
Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48
Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32
Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30
Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30
Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18
Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30