Ásdís Hjálmsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Meistaramótinu í frjálsíþróttum á Akureyri í dag.
Hún kastaði 56,16 m í spjótkasti kvenna og vann öruggan sigur. En Íslandsmet hennar í greininni er 62,77 m en líklegt er að Ásdís þurfi að kasta 59-60 m á HM í Moskvu til að komast í úrslit þá.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, varð í öðru sæti í keppninni í dag.
Spjótkast kvenna:
1. Ásdís Hjálmsdóttir 56,16
2. Ásgerður Jana Ágústsdóttir 38,67
3. Thea Imani Sturludóttir, 37,58

