Hafdís Sigurðardóttir, UFA, heldur áfram að gera það gott á Meistaramótinu á Akureyri í frjálsíþróttum.
Hún sigraði örugglega í langstökki með 6,36 m og jafnaði þar með Íslandsmet sitt sem hún setti fyrr í sumar.
Hafdís er því komin með þrjú gullverðlaun í dag en hún vann einnig sigur í 100 m og 400 m hlaupi kvenna.
Fjölþrautarkonurnar Sveinbjörg Zophaníasdóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir komu næstar.
Kristinn Torfason vann öruggan sigur í langstökki karla en hann stökk 7,45 m.
Langstökk kvenna:
1. Hafdís Sigurðardóttir, UFA 6,36 m
2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 6,03
3. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5,46
Langstökk karla:
1. Kristinn Torfason, FH 7,45 m
2. Bjarki Gíslason, UFA 6,80 m
3. Stefán Þór Jósefsson, UFA 6,22 m
Stangarstökk kvenna:
1. Bogey Ragnheiður Leósdóttir 3,56 m
2. Auður María Óskarsdóttir 3,34
3. Rakel Ósk Björnsdóttir 3,34
Hafdís jafnaði Íslandsmetið í langstökki
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
