Fáðu þér pönnsu! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun