Fótbolti

Lagerback svarar Theodóri | Ekki nægilega góður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / samsett
Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Randers, í dönsku úrvalsdeildinni er ekki paránægður með Lars Lagerback, landsliðsþjálfara Íslands, og telur sig eiga erindi í íslenska landsliðið.

Randers er í þriðja sæti dönsku deildarinnar og hefur Theodór leikið vel með liðinu.

„Það eru aðrir leikmenn einfaldlega betri en Theodór Elmar,“ sagði Lars Lagerback í samtali við danska blaðið Tipsbladet.

„Sem betur fer höfum við svona marga miðjumenn og valið erfitt á milli þeirra. Það er mikil samkeppni um stöðuna og þeir leikmenn sem ég hef valið eru að spila betur en Theodór Elmar.“

„Leikmaðurinn hefur staðið sig vel og hann er klárlega einn af þeim 35 sem við erum að fylgjast reglulega með. Hann þarf að taka eitt skref í viðbót framá við til að komast í landsliðið.“

„Ég hef ekki farið sjálfur til Danmerkur til að horfa á leikmanninn en við erum aftur á móti með mörg myndbönd af leikjum með honum og þau hef ég skoðað vel.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×