Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 79-81 | Grátlegt tap Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 13. ágúst 2013 17:25 Jón Arnór Stefánsson á ferðinni í kvöld. mynd/daníel Búlgaría sigraði Ísland 81-79 í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta 2015 í Laugardalshöllinn í kvöld í hörkuleik. Ísland var átta stigum yfir í hálfleik 41-33. Ísland hóf leikinn frábærlega og skoraði fimm fyrstu stigin. Tóninn var gefin þar því íslenska liðið lék frábæra vörn og hittnin framan af leik var frábær og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Ísland byrjaði seinni hálfleik mjög vel og náði fljótt 12 stiga forystu en Búlgaría vann það forskot upp og gott betur áður en leikhlutanum lauk. Búlgaría var fimm stigum yfir fyrir fjórða leikhluta 60-55. Ísland jafnaði fljótt metin í fjórða leikhluta og var leikurinn í járnum þó Búlgaría hafi verið á undan þar til Ísland skoraði sex stig í röð og breytti stöðunni úr 67-72 í 73-72 þegar innan við þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Búlgaría komst aftur yfir en Ísland fékk boltann þegar fimm sekúndur voru eftir og Búlgaría tveimur stigum yfir. Því miður fyrir Ísland datt síðasta skotið hjá Jóni Arnóri ekki niður. Íslenska liðið átti í miklum villu vandræðum í leiknum og voru mjög ósáttir við aðaldómara leiksins Eddie Viator frá Frakklandi. Þrír íslenskir leikmenn fengu fimm villur í leiknum, Hlynur Bæringsson, Haukur Helgi Pálsson og Hörður Vilhjálmsson og munar um minna. Jón Arnór Stefánsson fór á kostum í leiknum og skoraði 32 stig, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Pavel Ermolinskij skoraði 15 stig og Jakob Sigurðarson 12. Jón Arnór: Vildi spila nokkrar mínútur í viðbótJón Arnór og félagar svekktir eftir leik.„Við börðumst mjög vel og ég er rosalega stoltur af okkar frammistöðu varnarlega í leiknum. Auðvitað hittum við vel,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum í íslenska liðinu í kvöld. „Þessi barátta allan leikinn tekur mikla orku frá okkur og það vantaði einbeitingu í sóknar aðgerðunum í fjórða leikhluta. En við áttum séns og gáfum okkur séns og gáfumst aldrei upp. „Við sýndum hjarta og vorum búnir að sjá það fyrir okkur að við myndum vinna þennan leik. Við vorum með mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik og vorum búnir að setja þetta upp með að gefa allt í þetta. Sú tilfinning var mjög góð, allt þar til í lokin. „Ég er fúll og vildi að værum að fara spila nokkrar mínútur í viðbót,“ sagði Jón Arnór að lokum. Öqvist: Draumurinn er útiÖqvist var ekki sáttur frekar en aðrir eftir leikinn.„Þetta var mjög jafn leikur. Lykilmenn voru í villu vandræðum frá öðrum leikhluta og það reyndist okkur erfitt. Heilt yfir geta allir verið stoltir af frammistöðu liðsins. Við gáfum allt í þetta og vorum mjög nálægt því halda draumnum á lífi en kvöldið í kvöld var ekki okkar augljóslega,“ sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands. „Við þurfum alltaf að ráðast á körfuna og í þriðja leikhluta náðum við ekki að vera eins ákveðnir og við þurftum. Við erum ekki með stóra stráka og getum því ekki gefið boltann inn í teiginn. „Við þurfum að nota hraðann og ráðast inn í teiginn utan frá. Við misstum það mögulega vegna þreytu og þá sættum við okkur við skot að utan og þegar við hittum ekki úr þeim þá gat Búlgaría sótt hratt á okkur. Við löguðum þetta í leikhléi og náðum aftur að leika okkar leik. „Það var slæmt að missa Hlyn svo snemma út úr leiknum og Haukur Páll komst aldrei í takt við leikinn þar sem hann þurfti sífellt að fara útaf vegna villna og hann hefur verið einn okkar besti leikmaður undanfarið. Það var slæmt. „Jón Arnór var frábær í leiknum en við erum með marga góða skorara í okkar liði og það er erfitt fyrir leikmenn að bera liðið á herðum sér í 40 mínútur. Við þurftum að fá meira frá fleirum, sagði Öqvist um kaflan þar sem Jón Arnór fékk varla boltann í tvær mínútur seint í leiknum áður en hann skaut Ísland aftur inn í leikinn í síðustu sóknum Íslands. „Tapið þýðir að draumurinn er úti fyrir Ísland. Við vorum í dauðafæri að fara áfram í lokakeppnina en ég held nú að Búlgaría fari áfram í lokakeppnina en Búlgaría mætir annað hvort Sviss eða Austurríki um sæti á EM í Úkraínu. Hlynur: Neita að trúa því að það sé ekki allt sæmilega hreint.Hlynur lætur dómarana heyra það.„Það var einn dómari sem dæmdi allar villurnar held ég, hverja eina einustu. Ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Það var margt að þessu mjög furðulegt og maður á að trúa því að þetta sé sæmilega hreint og það er það kannski ekkert, ég veit það ekki,“ sagði Hlynur Bæringsson allt annað en sáttur við franska dómarann Eddie Viator. „Ég átti mjög lélegan leik í kvöld og það gerði ég mjög heiðarlega. Ég gat ekki betur og ég vona að það hafi verið það sama hjá honum. Auðvitað gerði maður eitthvað gott og reyndi að hjálpa og ég vona að það sé það sama hjá öllum. „Við lentum í því í þriðja leikhluta að skjóta bara fyrir utan og þá kom engin pressa á þeirra körfu og þeir tóku fráköst auðveldlega. Það kom smá taugaveiklun í okkur. Við erum ekki vanir því að vera í þessari stöðu og að spila um eitthvað mikilvægt. Það var þessi kafli sem fer með okkur. „Þetta gat dottið hvoru megin sem var í restina. Mér fannst vera brotið á Jóni í restina en þetta var leikur fyrir bæði lið að taka þarna í restina. Það datt með þeim,“ sagði Hlynur sem var ekki tilbúinn að hugsa um leikinn gegn Rúmeníu í kvöld en lofaði að vera klár í slaginn á föstudaginn. Leiklýsing:Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 32, Pavel Ermolinskji 15, Jakob Örn Sigurðarson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 8, Logi Gunnarsson 6, Haukur Pálsson 4, Hlynur Bæringsson 2. Leik lokið (79-81): Boltinn dansar á körfu hringnum hjá Jóni Arnóri en niður vildi hann ekki og Búlgaría vinnur.40. mínúta (79-80): Jón Arnór með stóran þrist, átta og hálf sekúnda eftir þegar Búlgaría tekur leikhlé. Verðum við vitni af kraftaverki?40. mínúta (76-79): 13 sekúndur eftir og Búlgaría á tvö víti.40. mínúta (74-77): Jón Arnór sækir víti og setur bara annað þeirra niður. 25 sekúndur eftir.39. mínúta (73-77): Ein mínúta eftir og Búlgaría fjórum stigum yfir.38. mínúta (73-74): Tvær mínútur eftir og Búlgaría á tvö víti.37. mínúta (73-72): Pavel með þrist og Ísland komið yfir á ný. Rafmögnuð spenna í Höllinni.36. mínúta (70-72): Þrjú víti af fjórum niður og Ísland á boltann.36. mínúta (67-72): Hlynur Bæringsson kominn með fimm villur. Fáir í húsinu sáttir við þá dómgæslu.35. mínúta (65-67): Logi Gunnarsson með frákast og þrist. Frábærlega gert.34. mínúta (62-67): Búlgaría svarar með fimm í röð.33. mínúta (62-62): Jón Arnór jafnar metin.33. mínúta (60-62): Pavel með körfu en klikkar á vítinu.31. mínúta (58-60): Jón Arnór með þrist!Fjórði leikhluti: Jón Arnór er með 21 stig, Jakob 10 og Pavel 9.Þriðja leikhluta lokið (55-60): Pavel stelur boltanum og finnur Hörð sem setur boltann niður í þann mund sem bjallan gellur. Aðeins fimm stiga munur og úrslitin alls ekki ráðin.29. mínúta (51-56): Pavel fann körfuna eftir 14 stig Búlgaríu í röð.28. mínúta (49-54): Tólf stig í röð hjá Búlgaríu. Ísland þarf að ná áttum á ný og spila sama varnarleik og liðið lék í fyrri hálfleik.27. mínúta (49-50): Búlgaría komin yfir í fyrsta sinn í leiknum.26. mínúta (49-47): Rosaleg barátta í búlgarska liðinu og forskotið horfið.25. mínúta (49-45): Það heldur áfram að saxast á forskotið. Nóg eftir.25. mínúta (49-42): Jón Arnór svarar jafn harðan. Kominn í21 stig.24. mínúta (47-42): Búlgaría með sex stig í röð.22. mínúta (47-36): Seinni hálfleikur hefst með látum.21. mínúta (43-33): Jón Arnór skorar í fyrstu sókn seinni hálfleiks, en ekki hvað. Hann fiskar svo ruðning í fyrstu sókn Búlgaríu.Hálfleikur: Ísland hefur tapað 12 boltum en Búlgaría 16 sem segir ýmislegt um hve öflugar varnir liðin hafa spilað.Hálfleikur: Jón Arnór er með 17 stig en hann hefur hitt úr 7 af 9 skotum sínum í leiknum. Jakob Sigurðarson er með 8 stig, Hörður Vilhjálmsson 6 og Logi Gunnarsson 5. Hlynur hefur tekið 5 fráköst af 15 fráköstum Íslands. Búlgaría hefur tekið 20 fráköst.Hálfleikur (41-33): Ísland átta stigum yfir í hálfleik. Frábær frammistaða. Vörn Íslands einfaldlega stórkostleg og hitnin til fyrirmyndar.20. mínúta (39-31): Pavel með þriggja stiga leikfléttu.19. mínúta (36-31): Jón Arnór með fjögur stig í röð og Ísland aftur komið fimm stigum yfir. Jón Arnór kominn í 15 stig.19. mínúta (32-29): Jakob með glæsilega körfu.18. mínúta (30-27): Þriggja stiga leikur.17. mínúta(30-25): Þristur hjá Jakobi.16. mínúta (27-23): Haukur Helgi Pálsson svarar.15. mínúta (25-23): Fjögur stig Búlgaríu í röð.13. mínúta (25-19): Hann er sjóðandi, Jón Arnór með þrist og er kominn í 11 stig.13. mínúta (22-19): Jón með laglega körfu af stuttu færi eftir góða sendingu Pavels úr innkasti.12. mínúta (20-19): Varnarleikur Íslands er frábær en sóknarleikurinn gengur ekki eins vel fyrir utan þriggja stiga skotin. Liðið hefur verið að fá skot af styttra færi sem vilja ekki niður. 1. leikhluta lokið (20-17): Búlgaría skorar sex stig í röð og minnkar muninn í þrjú stig fyrir hálfleik. Jón Arnór og Hörður með sex stig hvor fyrir Ísland.9. mínúta (20-11): Logi Gunnarsson núna með þrist. Skot veisla hér í Höllinni.8. mínúta (17-11): Jón Arnór stelur boltanum, sækir villu og setur svo niður þrist.7. mínúta (14-10): Deyan Ivanov að halda Búlgaríu inni í leiknum. Kominn með átta stig af tíu.6. mínúta (14-5): Hörður Vilhjálmsson með tvo þrista í röð eftir tvo unna bolta. Þvílíkur sprettur og innkoma.3. mínúta (8-2): Búlgaría kemst á blað og Jón Arnór svarar.2. mínúta (5-0): Enn vinnur Ísland boltann og Jakob setur þrist niður.2. mínúta (2-0): Þrjár fyrstu sóknir Búlgaríu geiga en Pavel skorar fyrstu stigin úr þriðju sókn Íslands.Fyrir leik: Þá er búið að leika þjóðsöngva þjóðanna og allt að verða klárt í uppkastið. Íslenska liðið virkar mjög einbeitt og tilbúið að selja sig dýrt.Fyrir leik: Það heldur áfram að fjölga í Höllinni en það vantar þó nokkuð upp á að fylla Höllina eins og vonir stóðu til fyrir þennan mikilvæga leik.Fyrir leik: Það er ágæt breidd í búlgarska liðinu. Fimm leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í fyrri leiknum gegn Íslandi og allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað.Fyrir leik: Evrópumeistaramótið fer fram í Úkraínu 2015 en til að Ísland komist þangað þarf liðið að sigra Búlgaríu í kvöld og Rúmeníu á föstudaginn en takist það fer liðið í umspil um laust sæti á EM.Fyrir leik: Ísland lék líklega sinn slakasta leik á árinu þegar liðið tapaði í Búlgaríu en til að sigra í kvöld þarf Ísland að leika sinn besta leik. Hafa skal í huga að oft er mikill munur á liðum á heimavelli og útivelli og því getur allt gerst.Fyrir leik: Það er allt klárt hér í Laugardalshöllinni. Liðin eru að hita upp og áhorfendur teknir að streyma í húsið. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Sjá meira
Búlgaría sigraði Ísland 81-79 í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta 2015 í Laugardalshöllinn í kvöld í hörkuleik. Ísland var átta stigum yfir í hálfleik 41-33. Ísland hóf leikinn frábærlega og skoraði fimm fyrstu stigin. Tóninn var gefin þar því íslenska liðið lék frábæra vörn og hittnin framan af leik var frábær og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Ísland byrjaði seinni hálfleik mjög vel og náði fljótt 12 stiga forystu en Búlgaría vann það forskot upp og gott betur áður en leikhlutanum lauk. Búlgaría var fimm stigum yfir fyrir fjórða leikhluta 60-55. Ísland jafnaði fljótt metin í fjórða leikhluta og var leikurinn í járnum þó Búlgaría hafi verið á undan þar til Ísland skoraði sex stig í röð og breytti stöðunni úr 67-72 í 73-72 þegar innan við þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Búlgaría komst aftur yfir en Ísland fékk boltann þegar fimm sekúndur voru eftir og Búlgaría tveimur stigum yfir. Því miður fyrir Ísland datt síðasta skotið hjá Jóni Arnóri ekki niður. Íslenska liðið átti í miklum villu vandræðum í leiknum og voru mjög ósáttir við aðaldómara leiksins Eddie Viator frá Frakklandi. Þrír íslenskir leikmenn fengu fimm villur í leiknum, Hlynur Bæringsson, Haukur Helgi Pálsson og Hörður Vilhjálmsson og munar um minna. Jón Arnór Stefánsson fór á kostum í leiknum og skoraði 32 stig, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Pavel Ermolinskij skoraði 15 stig og Jakob Sigurðarson 12. Jón Arnór: Vildi spila nokkrar mínútur í viðbótJón Arnór og félagar svekktir eftir leik.„Við börðumst mjög vel og ég er rosalega stoltur af okkar frammistöðu varnarlega í leiknum. Auðvitað hittum við vel,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum í íslenska liðinu í kvöld. „Þessi barátta allan leikinn tekur mikla orku frá okkur og það vantaði einbeitingu í sóknar aðgerðunum í fjórða leikhluta. En við áttum séns og gáfum okkur séns og gáfumst aldrei upp. „Við sýndum hjarta og vorum búnir að sjá það fyrir okkur að við myndum vinna þennan leik. Við vorum með mjög góða tilfinningu fyrir þessum leik og vorum búnir að setja þetta upp með að gefa allt í þetta. Sú tilfinning var mjög góð, allt þar til í lokin. „Ég er fúll og vildi að værum að fara spila nokkrar mínútur í viðbót,“ sagði Jón Arnór að lokum. Öqvist: Draumurinn er útiÖqvist var ekki sáttur frekar en aðrir eftir leikinn.„Þetta var mjög jafn leikur. Lykilmenn voru í villu vandræðum frá öðrum leikhluta og það reyndist okkur erfitt. Heilt yfir geta allir verið stoltir af frammistöðu liðsins. Við gáfum allt í þetta og vorum mjög nálægt því halda draumnum á lífi en kvöldið í kvöld var ekki okkar augljóslega,“ sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands. „Við þurfum alltaf að ráðast á körfuna og í þriðja leikhluta náðum við ekki að vera eins ákveðnir og við þurftum. Við erum ekki með stóra stráka og getum því ekki gefið boltann inn í teiginn. „Við þurfum að nota hraðann og ráðast inn í teiginn utan frá. Við misstum það mögulega vegna þreytu og þá sættum við okkur við skot að utan og þegar við hittum ekki úr þeim þá gat Búlgaría sótt hratt á okkur. Við löguðum þetta í leikhléi og náðum aftur að leika okkar leik. „Það var slæmt að missa Hlyn svo snemma út úr leiknum og Haukur Páll komst aldrei í takt við leikinn þar sem hann þurfti sífellt að fara útaf vegna villna og hann hefur verið einn okkar besti leikmaður undanfarið. Það var slæmt. „Jón Arnór var frábær í leiknum en við erum með marga góða skorara í okkar liði og það er erfitt fyrir leikmenn að bera liðið á herðum sér í 40 mínútur. Við þurftum að fá meira frá fleirum, sagði Öqvist um kaflan þar sem Jón Arnór fékk varla boltann í tvær mínútur seint í leiknum áður en hann skaut Ísland aftur inn í leikinn í síðustu sóknum Íslands. „Tapið þýðir að draumurinn er úti fyrir Ísland. Við vorum í dauðafæri að fara áfram í lokakeppnina en ég held nú að Búlgaría fari áfram í lokakeppnina en Búlgaría mætir annað hvort Sviss eða Austurríki um sæti á EM í Úkraínu. Hlynur: Neita að trúa því að það sé ekki allt sæmilega hreint.Hlynur lætur dómarana heyra það.„Það var einn dómari sem dæmdi allar villurnar held ég, hverja eina einustu. Ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Það var margt að þessu mjög furðulegt og maður á að trúa því að þetta sé sæmilega hreint og það er það kannski ekkert, ég veit það ekki,“ sagði Hlynur Bæringsson allt annað en sáttur við franska dómarann Eddie Viator. „Ég átti mjög lélegan leik í kvöld og það gerði ég mjög heiðarlega. Ég gat ekki betur og ég vona að það hafi verið það sama hjá honum. Auðvitað gerði maður eitthvað gott og reyndi að hjálpa og ég vona að það sé það sama hjá öllum. „Við lentum í því í þriðja leikhluta að skjóta bara fyrir utan og þá kom engin pressa á þeirra körfu og þeir tóku fráköst auðveldlega. Það kom smá taugaveiklun í okkur. Við erum ekki vanir því að vera í þessari stöðu og að spila um eitthvað mikilvægt. Það var þessi kafli sem fer með okkur. „Þetta gat dottið hvoru megin sem var í restina. Mér fannst vera brotið á Jóni í restina en þetta var leikur fyrir bæði lið að taka þarna í restina. Það datt með þeim,“ sagði Hlynur sem var ekki tilbúinn að hugsa um leikinn gegn Rúmeníu í kvöld en lofaði að vera klár í slaginn á föstudaginn. Leiklýsing:Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 32, Pavel Ermolinskji 15, Jakob Örn Sigurðarson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 8, Logi Gunnarsson 6, Haukur Pálsson 4, Hlynur Bæringsson 2. Leik lokið (79-81): Boltinn dansar á körfu hringnum hjá Jóni Arnóri en niður vildi hann ekki og Búlgaría vinnur.40. mínúta (79-80): Jón Arnór með stóran þrist, átta og hálf sekúnda eftir þegar Búlgaría tekur leikhlé. Verðum við vitni af kraftaverki?40. mínúta (76-79): 13 sekúndur eftir og Búlgaría á tvö víti.40. mínúta (74-77): Jón Arnór sækir víti og setur bara annað þeirra niður. 25 sekúndur eftir.39. mínúta (73-77): Ein mínúta eftir og Búlgaría fjórum stigum yfir.38. mínúta (73-74): Tvær mínútur eftir og Búlgaría á tvö víti.37. mínúta (73-72): Pavel með þrist og Ísland komið yfir á ný. Rafmögnuð spenna í Höllinni.36. mínúta (70-72): Þrjú víti af fjórum niður og Ísland á boltann.36. mínúta (67-72): Hlynur Bæringsson kominn með fimm villur. Fáir í húsinu sáttir við þá dómgæslu.35. mínúta (65-67): Logi Gunnarsson með frákast og þrist. Frábærlega gert.34. mínúta (62-67): Búlgaría svarar með fimm í röð.33. mínúta (62-62): Jón Arnór jafnar metin.33. mínúta (60-62): Pavel með körfu en klikkar á vítinu.31. mínúta (58-60): Jón Arnór með þrist!Fjórði leikhluti: Jón Arnór er með 21 stig, Jakob 10 og Pavel 9.Þriðja leikhluta lokið (55-60): Pavel stelur boltanum og finnur Hörð sem setur boltann niður í þann mund sem bjallan gellur. Aðeins fimm stiga munur og úrslitin alls ekki ráðin.29. mínúta (51-56): Pavel fann körfuna eftir 14 stig Búlgaríu í röð.28. mínúta (49-54): Tólf stig í röð hjá Búlgaríu. Ísland þarf að ná áttum á ný og spila sama varnarleik og liðið lék í fyrri hálfleik.27. mínúta (49-50): Búlgaría komin yfir í fyrsta sinn í leiknum.26. mínúta (49-47): Rosaleg barátta í búlgarska liðinu og forskotið horfið.25. mínúta (49-45): Það heldur áfram að saxast á forskotið. Nóg eftir.25. mínúta (49-42): Jón Arnór svarar jafn harðan. Kominn í21 stig.24. mínúta (47-42): Búlgaría með sex stig í röð.22. mínúta (47-36): Seinni hálfleikur hefst með látum.21. mínúta (43-33): Jón Arnór skorar í fyrstu sókn seinni hálfleiks, en ekki hvað. Hann fiskar svo ruðning í fyrstu sókn Búlgaríu.Hálfleikur: Ísland hefur tapað 12 boltum en Búlgaría 16 sem segir ýmislegt um hve öflugar varnir liðin hafa spilað.Hálfleikur: Jón Arnór er með 17 stig en hann hefur hitt úr 7 af 9 skotum sínum í leiknum. Jakob Sigurðarson er með 8 stig, Hörður Vilhjálmsson 6 og Logi Gunnarsson 5. Hlynur hefur tekið 5 fráköst af 15 fráköstum Íslands. Búlgaría hefur tekið 20 fráköst.Hálfleikur (41-33): Ísland átta stigum yfir í hálfleik. Frábær frammistaða. Vörn Íslands einfaldlega stórkostleg og hitnin til fyrirmyndar.20. mínúta (39-31): Pavel með þriggja stiga leikfléttu.19. mínúta (36-31): Jón Arnór með fjögur stig í röð og Ísland aftur komið fimm stigum yfir. Jón Arnór kominn í 15 stig.19. mínúta (32-29): Jakob með glæsilega körfu.18. mínúta (30-27): Þriggja stiga leikur.17. mínúta(30-25): Þristur hjá Jakobi.16. mínúta (27-23): Haukur Helgi Pálsson svarar.15. mínúta (25-23): Fjögur stig Búlgaríu í röð.13. mínúta (25-19): Hann er sjóðandi, Jón Arnór með þrist og er kominn í 11 stig.13. mínúta (22-19): Jón með laglega körfu af stuttu færi eftir góða sendingu Pavels úr innkasti.12. mínúta (20-19): Varnarleikur Íslands er frábær en sóknarleikurinn gengur ekki eins vel fyrir utan þriggja stiga skotin. Liðið hefur verið að fá skot af styttra færi sem vilja ekki niður. 1. leikhluta lokið (20-17): Búlgaría skorar sex stig í röð og minnkar muninn í þrjú stig fyrir hálfleik. Jón Arnór og Hörður með sex stig hvor fyrir Ísland.9. mínúta (20-11): Logi Gunnarsson núna með þrist. Skot veisla hér í Höllinni.8. mínúta (17-11): Jón Arnór stelur boltanum, sækir villu og setur svo niður þrist.7. mínúta (14-10): Deyan Ivanov að halda Búlgaríu inni í leiknum. Kominn með átta stig af tíu.6. mínúta (14-5): Hörður Vilhjálmsson með tvo þrista í röð eftir tvo unna bolta. Þvílíkur sprettur og innkoma.3. mínúta (8-2): Búlgaría kemst á blað og Jón Arnór svarar.2. mínúta (5-0): Enn vinnur Ísland boltann og Jakob setur þrist niður.2. mínúta (2-0): Þrjár fyrstu sóknir Búlgaríu geiga en Pavel skorar fyrstu stigin úr þriðju sókn Íslands.Fyrir leik: Þá er búið að leika þjóðsöngva þjóðanna og allt að verða klárt í uppkastið. Íslenska liðið virkar mjög einbeitt og tilbúið að selja sig dýrt.Fyrir leik: Það heldur áfram að fjölga í Höllinni en það vantar þó nokkuð upp á að fylla Höllina eins og vonir stóðu til fyrir þennan mikilvæga leik.Fyrir leik: Það er ágæt breidd í búlgarska liðinu. Fimm leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í fyrri leiknum gegn Íslandi og allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað.Fyrir leik: Evrópumeistaramótið fer fram í Úkraínu 2015 en til að Ísland komist þangað þarf liðið að sigra Búlgaríu í kvöld og Rúmeníu á föstudaginn en takist það fer liðið í umspil um laust sæti á EM.Fyrir leik: Ísland lék líklega sinn slakasta leik á árinu þegar liðið tapaði í Búlgaríu en til að sigra í kvöld þarf Ísland að leika sinn besta leik. Hafa skal í huga að oft er mikill munur á liðum á heimavelli og útivelli og því getur allt gerst.Fyrir leik: Það er allt klárt hér í Laugardalshöllinni. Liðin eru að hita upp og áhorfendur teknir að streyma í húsið.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Sjá meira