Telja Reykjavíkurborg hafa brotið lög Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 15:30 Fjáröflun Regnabogabarna á Hinsegin dögum stóð ekki undir kostnaði. samsett mynd „Það er mjög ósennilegt að Reykjavíkurborg muni viðurkenna lögbrot,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabörn, en hann telur að borgaryfirvöld hafi brotið lög þegar þau rukkuðu samtökin um 100 þúsund krónur fyrir söluleyfi í fjórar klukkustundir á Hinsegin dögum. Stefán segir að Reykjavíkurborg muni eflaust ekki eiga í nokkrum vandræðum með að tína til kostnað við það að leyfa samtökunum að selja candy floss í fjáröflunarskyni, en þau komu út í tapi eftir daginn. „Hins vegar er það alveg ljóst að borginni er óheimilt að taka gjald umfram raunkostnað. Þá spyr maður sig, hver er raunkostnaður við að renna sóparabíl eftir litlu bílastæði og stinga í samband í 240 volt. Það er klárlega ekki 100 þúsundkall. Nema borgin ætli að fara að láta samtökin og aðra greiða kostnað fyrir eitthvað annað. Þeir verða auðvitað að sundurliða það.“ Stefán segir næsta skref vera það að gefa borgaryfirvöldum færi á að bregðast við. „Þeir eru að því. Jakob Frímann hefur sagt það og Björn Ingvarsson hjá Reykjavíkurborg sem skrifaði út þessi leyfi og hans yfirmenn. Þeir munu núna fjalla um þetta og ég fékk bréf frá þeim í gær þar sem þeir segja að það muni taka um það bil mánuð að taka saman þann kostnað sem borgin lagði út í. Þetta er auðvitað algjör skrípaleikur. Þegar það liggur fyrir munu þeir taka ákvörðun um það hvort gjaldið verði lækkað. Það er alveg ljóst að þetta mál er auðvitað stórfurðulegt. Ef út í það fer að við þurfum að kæra borgina til umboðsmanns Alþingis eða hvað það er, þá munum við bara íhuga það. Það er alveg klárt að við sitjum ekkert undir svona.“Gætu þurft að endurgreiða öllum Sindri Mar Jónsson lögfræðingur hefur verið Stefáni innan handar og segir hann gjaldheimtu borgarinnar vera ansi ríflega að sínu mati. „Ef horft er á þetta út frá skattaréttinum þá eru þetta svokölluð þjónustugjöld sem Reykjavíkurborg er að innheimta og þá þarf að liggja rosalega fyrir vel hvað menn eru að fá fyrir þau og hver raunkostnaðurinn á bak við þau er. Ef menn eru að greiða of mikið fyrir veitta þjónustu þá fellur það í rauninni undir það að vera ólögleg skattheimta og það er engan veginn í lagi.“ Sindri segir 100 þúsund krónur fyrir söluleyfið vera langt umfram það sem menn myndu telja eðlilegan kostnað. „Það er bara verið að tengja við rafmagn. Auðvitað er alltaf einhver kostnaður á bak við svona söluleyfisgjöld en ekkert í líkingu við það sem menn eru greinilega látnir greiða þarna. Það blasir við að þessi innheimta er gríðarlega há. Þarna hirðir borgin náttúrlega allan hagnað af allri sölu, hvort sem um samtök er að ræða eða einkaaðila. Það skiptir engu máli, með þessum hætti er þetta ekkert annað en bara gengdarlaus skattheimta og þá þarf að vera lagastoð fyrir því. Hún er ekki til staðar.“ Verði niðurstaðan sú að gjaldtakan hafi verið ólögleg segir Sindri Reykjavíkurborg þurfa að endurgreiða söluleyfisgjöldin. „Ekki bara Stefáni heldur hverjum einasta sem hefur þurft að leggja þetta út frá því að farið var að innheimta þessi gjöld.“ Hinsegin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Það er mjög ósennilegt að Reykjavíkurborg muni viðurkenna lögbrot,“ segir Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna Regnbogabörn, en hann telur að borgaryfirvöld hafi brotið lög þegar þau rukkuðu samtökin um 100 þúsund krónur fyrir söluleyfi í fjórar klukkustundir á Hinsegin dögum. Stefán segir að Reykjavíkurborg muni eflaust ekki eiga í nokkrum vandræðum með að tína til kostnað við það að leyfa samtökunum að selja candy floss í fjáröflunarskyni, en þau komu út í tapi eftir daginn. „Hins vegar er það alveg ljóst að borginni er óheimilt að taka gjald umfram raunkostnað. Þá spyr maður sig, hver er raunkostnaður við að renna sóparabíl eftir litlu bílastæði og stinga í samband í 240 volt. Það er klárlega ekki 100 þúsundkall. Nema borgin ætli að fara að láta samtökin og aðra greiða kostnað fyrir eitthvað annað. Þeir verða auðvitað að sundurliða það.“ Stefán segir næsta skref vera það að gefa borgaryfirvöldum færi á að bregðast við. „Þeir eru að því. Jakob Frímann hefur sagt það og Björn Ingvarsson hjá Reykjavíkurborg sem skrifaði út þessi leyfi og hans yfirmenn. Þeir munu núna fjalla um þetta og ég fékk bréf frá þeim í gær þar sem þeir segja að það muni taka um það bil mánuð að taka saman þann kostnað sem borgin lagði út í. Þetta er auðvitað algjör skrípaleikur. Þegar það liggur fyrir munu þeir taka ákvörðun um það hvort gjaldið verði lækkað. Það er alveg ljóst að þetta mál er auðvitað stórfurðulegt. Ef út í það fer að við þurfum að kæra borgina til umboðsmanns Alþingis eða hvað það er, þá munum við bara íhuga það. Það er alveg klárt að við sitjum ekkert undir svona.“Gætu þurft að endurgreiða öllum Sindri Mar Jónsson lögfræðingur hefur verið Stefáni innan handar og segir hann gjaldheimtu borgarinnar vera ansi ríflega að sínu mati. „Ef horft er á þetta út frá skattaréttinum þá eru þetta svokölluð þjónustugjöld sem Reykjavíkurborg er að innheimta og þá þarf að liggja rosalega fyrir vel hvað menn eru að fá fyrir þau og hver raunkostnaðurinn á bak við þau er. Ef menn eru að greiða of mikið fyrir veitta þjónustu þá fellur það í rauninni undir það að vera ólögleg skattheimta og það er engan veginn í lagi.“ Sindri segir 100 þúsund krónur fyrir söluleyfið vera langt umfram það sem menn myndu telja eðlilegan kostnað. „Það er bara verið að tengja við rafmagn. Auðvitað er alltaf einhver kostnaður á bak við svona söluleyfisgjöld en ekkert í líkingu við það sem menn eru greinilega látnir greiða þarna. Það blasir við að þessi innheimta er gríðarlega há. Þarna hirðir borgin náttúrlega allan hagnað af allri sölu, hvort sem um samtök er að ræða eða einkaaðila. Það skiptir engu máli, með þessum hætti er þetta ekkert annað en bara gengdarlaus skattheimta og þá þarf að vera lagastoð fyrir því. Hún er ekki til staðar.“ Verði niðurstaðan sú að gjaldtakan hafi verið ólögleg segir Sindri Reykjavíkurborg þurfa að endurgreiða söluleyfisgjöldin. „Ekki bara Stefáni heldur hverjum einasta sem hefur þurft að leggja þetta út frá því að farið var að innheimta þessi gjöld.“
Hinsegin Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira