Bandaríkjamaðurinn Ashton Eaton tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í tugþraut á HM í Moskvu með 8.809 stiga þraut.
Ólympíumeistarinn hafði forystu eftir fyrri daginn og lét hana aldrei af hendi í dag. 8.809 stig er besti árangur ársins í heiminum.
Þjóðverjinn Michael Schrader hafnaði í öðru sæti með 8679 stig. Kanadamaðurinn Damian Warner tryggði sér bronsið með 8.512 stig. Báðir tveir náðu sínum besta árangri frá upphafi.
Heildarúrslitin má sjá hér.
Eaton, sem vann silfur í Suður-Kóreu fyrir tveimur árum, vann sitt fyrsta heimsmeistaragull utanhúss í dag. Eaton varð heimsmeistari innanhúss í fyrra og vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London.
Besta þraut ársins og gull til Eaton

Tengdar fréttir

Eaton með nauma forystu í tugþrautinni eftir fyrri daginn
Bandaríkjamaðurinn Asthon Eaton kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi í tugþrautakeppninni á HM í frjálsum í Moskvu í dag.