Það hefur nú komið í ljós að efnið sem felli bandaríska spretthlauparann Tyson Gay á lyfjaprófi var ólöglegt steraefni. Gay féll á tveimur lyfjaprófum sem voru tekin á svipuðum tíma.
Heimsmeistarinn frá því árið 2007 á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann.
"Þetta er engin harmsaga. Ég treysti manni sem síðan brást mér. Ég veit nákvæmlega hvað gerðist en get ekki rætt það ítarlega núna," sagði Gay eftir að hann féll.
Gay hefur hlaupið 100 metrana á best 9,69 sekúndum og 200 metrana á 19,58 sekúndum.
Gay var á sterum

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



