Íslandsmeistarar Fram lentu í vandræðum í gær á móti ungu og efnilegu Fylkisliði í Subway-æfingamóti kvenna í handbolta sem haldið er í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Fram vann að lokum með einu marki en heimastúlkur í Gróttu unnu HK í hinum leik kvöldsins.
Fram hefur unnið báða leiki sína á mótinu en Fylkir tapaði naumlega fyrir Fylki í sínum fyrsta leik. Framliðið er án stórskyttunnar Stellu Sigurðardóttur sem er farin út í atvinnumennsku og þær Elíasbet Gunnarsdóttir og Sunna Jónsdóttir eru líka horfnar á braut. Reynsluboltarnir Steinunn Björnsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir voru atkvæðamestar í sigrinum á Fylki.
Grótta var skrefinu á undan allan leikinn á móti HK og náði fljótlega fjögurra marka mun. Sunna María Einarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir voru atkvæðamestar í Gróttuliðinu sem náði mest sjö marka forystu í leiknum.
Grótta - HK 22-18 (12-8)
Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 6, Unnur Ómarsdóttir 4, Anett Köbli 3, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1, Lene Burmo 1.
Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 8, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Heiðrún Björk Helgadóttir 1.
Fram - Fylkir 25-24 (14-11)
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Kristín Helgadóttir 1.
Mörk Fylkis: Patrícia Szölösi 8, Hildur Karen Jóhannsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Díana Kristín Sigmarsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Vera Pálsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.
Úrslitin á degi 1:
Grótta - Fram 21-25
HK - Fylkir 28-26
