Körfubolti

Hildur og Gróa öflugar í sigri á gömlu félögunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir lék vel í kvöld.
Hildur Sigurðardóttir lék vel í kvöld. Mynd/Stefán
Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir fóru fyrir sigri Snæfells á KR í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld en spilað var í Stykkishólmi. Báðar spiluðu þær Hildur og Guðrún Gróa áður með KR-liðinu.

Snæfell vann leikinn 73-68 en Hólmarar voru bara einu stigi yfir í hálfleik, 40-39. Snæfell var með tíu stiga forskot, 70-60, þegar þrjár mínútur voru eftir en KR-konur komu muninum niður í þrjú stig, 71-68, áður en Snæfell náði að tryggja sér sigurinn.

Snæfell hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en vonir KR-kvenna um að komast í úrslitaleikinn eru nánast úr sögunni eftir þetta tap.

Hildur Sigurðardóttir var með 22 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir bætti við 11 stigum og 17 fráköstum. Chynna Brown skoraði 21 stig fyrir Snæfell.

Bergþóra Holton Tómasdóttir var langatkvæðamest hjá KR með 23 stig en Björg Guðrún Einarsdóttir, fyrrum leikmaður Snæfells, var með 14 stig.  Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti síðan við 13 stigum, 13 fráköstum og 8 stoðsendingum.



Snæfell-KR 73-68 (20-20, 20-19, 17-12, 16-17)

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 22/10 fráköst/5 stoðsendingar, Chynna Unique Brown 21/8 fráköst/6 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/17 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/5 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Edda Bára Árnadóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst.

KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 23/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 14/5 stolnir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/13 fráköst/8 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 11, Rannveig Ólafsdóttir 3, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×