Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tóku við fyrstu miðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í happdrætti frjálsíþróttahreyfingarinnar.
Það voru íþróttamenn ásamt formanni Frjálsíþróttasambandsins og verkefnisstjóra sem afhentu miðana á tröppum stjórnarráðsins í gær. Með þessu framtaki vill íþróttafólkið og hreyfingin sýna í verki þakklæti til stjórnvalda fyrir góðan stuðning þeirra við góðan árangur okkur frjálsíþróttafólks undanfarið.
„Hausthappdrætti frjálsíþróttahreyfingarinnar í landinu er ætlað að skapa aukið svigrúm fyrir félög innan FRÍ um allt land til að mæta auknum áhuga ungs fólks til ástundunnar og keppni í frjálsum. Kostnaður félaga sem bjóða upp á tæki, áhöld og þjálfun í öllum íþróttagreinum og á öllum getustigum er óvíða meiri en í frjálsíþróttum,“ segir í tilkynningu frá FRÍ.
Vonast er eftir góðri þátttöku almennings í happdrættinu og verkefnið skili frjálsíþróttahreyfingunni auknum tækifærum til að mæta nýju vori í frjálsum og nái að skapa umhverfi til ástundunar og framfara fyrir iðkendur í öllum íþróttagreinum á öllum getustigum.
Tóku við fyrstu miðunum
