Fríða skoraði fjögur og Avaldsnes komst í bikarúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2013 13:14 Fríða og Þórunn Helga áttu góðan leik í dag. Mynd/Twitter Hólmfríður Magnúsdóttir fór á kostum þegar Avaldsnes tryggði sér sæti í úrslitaleik norska bikarsins með 5-1 sigri á Vålerenga í dag. Tvö mörk Hólmfríðar á fyrstu ellefu mínútum leiksins gáfu tóninn fyrir veisluna sem framundan var. Mörkin skoraði Fríða með skotum rétt utan teigs og utarlega í teignum. Heimakonur bættu við marki fyrir hlé og leiddu í hálfleik 3-0. Fríða bætti við marki eftir mínútu leik í seinni hálfleik og innsiglaði fernu sína á 54. mínútu. Henni var svo skipt af velli á 72. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Avaldsnes. Auk Hólmfríðar voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes. Mist Edvarsdóttir var á bekknum líkt og Sandra Sif Magnúsdóttir hjá gestunum. Leikurinn var í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK1.Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi.1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Fríða fékk þá boltann á vinstri kanti, lék inn að miðju og skaut utan teigs. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu.2-0 Aðeins tveimur mínútum síðar var Hólmfríður aftur á ferðinni. Í þetta skiptið smellti hún boltanum efst í markhornið rétt innan teigs. Glæsilegt mark og áhorfendur á heimavelli Avaldsnes fögnuðu vel.3-0 Enn var tilefni til að fagna á 38. mínútu. Þá skoraði hin brasilíska Debinha með skalla rétt utan teigs en markvörður gestanna var kominn langt út úr marki sínu. Sú brasilíska fagnaði að sjálfsögðu með danstöktum.Hálfleikur:Staðan er 3-0. Heimakonur hafa verið miklu betri og ekkert annað í spilunum núna en að Avaldsnes fari í bikarúrslitin.4-0 Hólmfríður ætlar að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Nú vann hún boltann strax eftir sextíu sekúndur í hálfleiknum. Fríða lék inn á teiginn og skaut með vinstri fæti. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan framhjá markverði gestanna.5-0 Hver haldið að hafi skorað? Nú fékk Hólmfríður sendingu inn fyrir vörn gestanna á 54. mínútu. Hólmfríður var á undan markverði Vålerenga í boltann, lék framhjá henni og sendi boltann í markið með vinstri fæti. Þvílíkur leikur hjá vinstri kantmanninum.72. mín Hólmfríði er skipt af velli við mikinn fögnuð stuðningsmanna heimaliðsins. Þvílík frammistaða hjá Rangæingnum.Leik lokið Avaldsnes vinnur 5-1 sigur og er komið í bikarúrslit. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir fór á kostum þegar Avaldsnes tryggði sér sæti í úrslitaleik norska bikarsins með 5-1 sigri á Vålerenga í dag. Tvö mörk Hólmfríðar á fyrstu ellefu mínútum leiksins gáfu tóninn fyrir veisluna sem framundan var. Mörkin skoraði Fríða með skotum rétt utan teigs og utarlega í teignum. Heimakonur bættu við marki fyrir hlé og leiddu í hálfleik 3-0. Fríða bætti við marki eftir mínútu leik í seinni hálfleik og innsiglaði fernu sína á 54. mínútu. Henni var svo skipt af velli á 72. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Avaldsnes. Auk Hólmfríðar voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes. Mist Edvarsdóttir var á bekknum líkt og Sandra Sif Magnúsdóttir hjá gestunum. Leikurinn var í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK1.Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi.1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Fríða fékk þá boltann á vinstri kanti, lék inn að miðju og skaut utan teigs. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu.2-0 Aðeins tveimur mínútum síðar var Hólmfríður aftur á ferðinni. Í þetta skiptið smellti hún boltanum efst í markhornið rétt innan teigs. Glæsilegt mark og áhorfendur á heimavelli Avaldsnes fögnuðu vel.3-0 Enn var tilefni til að fagna á 38. mínútu. Þá skoraði hin brasilíska Debinha með skalla rétt utan teigs en markvörður gestanna var kominn langt út úr marki sínu. Sú brasilíska fagnaði að sjálfsögðu með danstöktum.Hálfleikur:Staðan er 3-0. Heimakonur hafa verið miklu betri og ekkert annað í spilunum núna en að Avaldsnes fari í bikarúrslitin.4-0 Hólmfríður ætlar að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Nú vann hún boltann strax eftir sextíu sekúndur í hálfleiknum. Fríða lék inn á teiginn og skaut með vinstri fæti. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan framhjá markverði gestanna.5-0 Hver haldið að hafi skorað? Nú fékk Hólmfríður sendingu inn fyrir vörn gestanna á 54. mínútu. Hólmfríður var á undan markverði Vålerenga í boltann, lék framhjá henni og sendi boltann í markið með vinstri fæti. Þvílíkur leikur hjá vinstri kantmanninum.72. mín Hólmfríði er skipt af velli við mikinn fögnuð stuðningsmanna heimaliðsins. Þvílík frammistaða hjá Rangæingnum.Leik lokið Avaldsnes vinnur 5-1 sigur og er komið í bikarúrslit.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira