Utan vallar: Bjart fram undan þótt nú sé skýjað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2013 15:41 Sandra María Jessen, Glódís Perla Viggósdóttir og Elín Metta Jensen eru allar fæddar árið 1995. Mynd/Daníel Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Sviss á dögunum sveið sárt af mörgum ástæðum. Fáir áttu von á því og algjörum yfirburðum gestanna. Leikurinn var kveðjuleikur fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur sem tilefni hefði verið til að kveðja á jákvæðari nótum. Þá gáfu úrslitin ekki fögur fyrirheit upp á framtíðina í fyrsta leik nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Því má ekki gleyma að Freys beið vandasamt verkefni þegar hann tók við liðinu. Fyrir utan þá staðreynd að Freyr er kominn í nýtt starfsumhverfi var orðið ljóst að árin fram undan gætu verið erfið hjá landsliðinu.Breytingar taka tíma Árangur liðsins á Evrópumótinu í sumar var betri en flestir þorðu að vona. Sprungur í liðinu voru orðnar vel sýnilegar í aðdraganda mótsins enda gengið ekki gott. Tap gegn Skotlandi á heimavelli skömmu fyrir mót fékk margan til þess að klóra sér í hausnum. Nú hefur Ísland unnið tvo af síðustu tólf leikjum sínum og í fyrsta skipti síðan 2004 vann liðið ekki leik í Dalnum. Þrátt fyrir skamman tíma með liðið fyrir leikinn gegn Sviss gerði Freyr fjölmargar breytingar á liðinu. Hann mat þær kannski nauðsynlegar en þær skiluðu engu. Stelpurnar okkar hafa líklega aldrei virkað jafn áttavilltar í Laugardalnum, í það minnsta ekki gegn lægra skrifuðum mótherja. Fljótfærni væri að dæma Frey af fyrsta leik og auðvelt að sýnast vitur að leik loknum. Draumurinn um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í Kanada 2015 virðist þó afar fjarlægur eins og sakir standa. Draumurinn var þó fjarlægur til að byrja með. Eitt lið fer beint á HM og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sjö spila undanúrslita- og úrslitaleiki um eitt laust sæti til viðbótar. Sviss var fyrirfram talið þriðja sterkasta liðið í riðlinum þar sem Danir eru sterkastir. Auðvitað getur allt gerst en landsmenn ættu ekki að gera sér of miklar vonir. Nýr landsliðsþjálfari þarf tíma til að móta og hrinda hugmyndum í framkvæmd og um leið gera nauðsynlegar breytingar á liðinu fyrir komandi ár. Slíkar breytingar þarf að gera á öllum landsliðum en geta reynst erfiðari kvennamegin þar sem ekki er fyrir 21 árs landsliði að fara líkt og karlamegin. Sá kjarni sem leiðir karlalandsliðið í velgengni sinni um þessar mundir byggir á dýrmætri reynslu úr 21 árs landsliðinu. Því þurfa nýir leikmenn kvennamegin að stíga stórt skref inn á A-landsliðssviðið. Eðlilegt er að það taki tíma. Þótt ekki sé heiðskírt sem stendur er óþarfi að fyllast vonleysi.EM 2017 er málið Sextán lið munu keppa á Evrópumótinu árið 2017 eða fjórum fleiri en í undanförnum lokakeppnum. Þar verður góður möguleiki á að tryggja sér sæti. Oft og réttilega er talað um uppgang kvennaknattspyrnu um alla Evrópu. Því má þó ekki gleyma að Ísland á afar efnilegar og metnaðarfullar stelpur sem hafa þegar staðið vaktina með sóma í yngri landsliðum Íslands. Stelpurnar sem komu Íslandi í fjögurra þjóða úrslitakeppni Evrópumótsins 17 ára og yngri sumarið 2011 verða orðnar 22 og 23 ára eftir fjögur ár. Þær verða þá vonandi komnar með fjölmarga A-landsleiki undir beltið og þær allra bestu komnar að hjá félagsliðum erlendis eða í háskólaboltann vestanhafs. Okkar sterkustu leikmenn í dag verða flestir í fullu fjöri og samkeppni um stöður í liðinu meiri en nú. Þá verður hægt að setja sér háleit og raunhæf markmið. Sæti í átta liða úrslitum gæti verið orðið að kröfu en ekki árangur framar vonum. Íslenski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Tap íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Sviss á dögunum sveið sárt af mörgum ástæðum. Fáir áttu von á því og algjörum yfirburðum gestanna. Leikurinn var kveðjuleikur fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur sem tilefni hefði verið til að kveðja á jákvæðari nótum. Þá gáfu úrslitin ekki fögur fyrirheit upp á framtíðina í fyrsta leik nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Því má ekki gleyma að Freys beið vandasamt verkefni þegar hann tók við liðinu. Fyrir utan þá staðreynd að Freyr er kominn í nýtt starfsumhverfi var orðið ljóst að árin fram undan gætu verið erfið hjá landsliðinu.Breytingar taka tíma Árangur liðsins á Evrópumótinu í sumar var betri en flestir þorðu að vona. Sprungur í liðinu voru orðnar vel sýnilegar í aðdraganda mótsins enda gengið ekki gott. Tap gegn Skotlandi á heimavelli skömmu fyrir mót fékk margan til þess að klóra sér í hausnum. Nú hefur Ísland unnið tvo af síðustu tólf leikjum sínum og í fyrsta skipti síðan 2004 vann liðið ekki leik í Dalnum. Þrátt fyrir skamman tíma með liðið fyrir leikinn gegn Sviss gerði Freyr fjölmargar breytingar á liðinu. Hann mat þær kannski nauðsynlegar en þær skiluðu engu. Stelpurnar okkar hafa líklega aldrei virkað jafn áttavilltar í Laugardalnum, í það minnsta ekki gegn lægra skrifuðum mótherja. Fljótfærni væri að dæma Frey af fyrsta leik og auðvelt að sýnast vitur að leik loknum. Draumurinn um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í Kanada 2015 virðist þó afar fjarlægur eins og sakir standa. Draumurinn var þó fjarlægur til að byrja með. Eitt lið fer beint á HM og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti riðlanna sjö spila undanúrslita- og úrslitaleiki um eitt laust sæti til viðbótar. Sviss var fyrirfram talið þriðja sterkasta liðið í riðlinum þar sem Danir eru sterkastir. Auðvitað getur allt gerst en landsmenn ættu ekki að gera sér of miklar vonir. Nýr landsliðsþjálfari þarf tíma til að móta og hrinda hugmyndum í framkvæmd og um leið gera nauðsynlegar breytingar á liðinu fyrir komandi ár. Slíkar breytingar þarf að gera á öllum landsliðum en geta reynst erfiðari kvennamegin þar sem ekki er fyrir 21 árs landsliði að fara líkt og karlamegin. Sá kjarni sem leiðir karlalandsliðið í velgengni sinni um þessar mundir byggir á dýrmætri reynslu úr 21 árs landsliðinu. Því þurfa nýir leikmenn kvennamegin að stíga stórt skref inn á A-landsliðssviðið. Eðlilegt er að það taki tíma. Þótt ekki sé heiðskírt sem stendur er óþarfi að fyllast vonleysi.EM 2017 er málið Sextán lið munu keppa á Evrópumótinu árið 2017 eða fjórum fleiri en í undanförnum lokakeppnum. Þar verður góður möguleiki á að tryggja sér sæti. Oft og réttilega er talað um uppgang kvennaknattspyrnu um alla Evrópu. Því má þó ekki gleyma að Ísland á afar efnilegar og metnaðarfullar stelpur sem hafa þegar staðið vaktina með sóma í yngri landsliðum Íslands. Stelpurnar sem komu Íslandi í fjögurra þjóða úrslitakeppni Evrópumótsins 17 ára og yngri sumarið 2011 verða orðnar 22 og 23 ára eftir fjögur ár. Þær verða þá vonandi komnar með fjölmarga A-landsleiki undir beltið og þær allra bestu komnar að hjá félagsliðum erlendis eða í háskólaboltann vestanhafs. Okkar sterkustu leikmenn í dag verða flestir í fullu fjöri og samkeppni um stöður í liðinu meiri en nú. Þá verður hægt að setja sér háleit og raunhæf markmið. Sæti í átta liða úrslitum gæti verið orðið að kröfu en ekki árangur framar vonum.
Íslenski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira