Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 63-88 | Keflavíkurhraðlestin á fullri ferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2013 12:28 Keflvíkingar byrjuðu Dominos-deild karla í körfubolta eins og þeir enduðu Lengjubikarinn með því að fara illa með einn af erkifjendum sínum síðustu ár. Keflvíkingar mættu kokhraustir í Garðabæinn í 1. umferð deildarkeppninnar í kvöld og unnu 25 stiga sigur á Stjörnunni, 88-63. Það er óhætt að grafa upp hugtakið um Keflavíkurhraðlestina því það virðist fátt geta stöðvað lærisveina Andy Johnston þessa dagana. Michael Craion var afar öflugur inn í teig með 18 stig, 13 fráköst og 6 varion skot og Darrel Lewis skilaði stigum jafnt og þétt allan leikinn. Lewis endaði í 17 stigum og 4 stoðsendingum á 27 mínútum. Arnar Freyr Jónsson (9 stig og 4 stoðsendingar) lék einnig mjög vel á meðan Keflavíkurliðið var að taka völdin í leiknum. Þröstur Leó Jóhannsson kom með kraft og 14 stig inn af bekknum. Nasir Jamal Robinson var með 11 stig og 10 fráköst fyrir Stjörnuna en mest allt kom í fyrri hálfleiknum áður en Michael Craion (og Andy Johnston) voru búnir að lesa hann. Justin Shouse endaði í 8 stigum og 5 stoðsendingum. Hvorugur spilaði mikið í lokin enda úrslitin löngu ráðin. Hinn ungi Sigurður Dagur Sturluson var kannski ljósið í myrkrinu hjá Stjörnunni með þrjár flottar körfur en fyrirliðinn Fannar Freyr Helgason var stigahæstur með 13 stig. Stjörnumenn skoruðu fjögur fyrstu stig leiksins og Keflavíkurliðið tók sér rúmar tvær mínútur í að skora sín fyrstu stig. Þeir tóku það örfáar sekúndur að komast yfir í 5-4 og litu ekki til baka eftir það. Það skipti litlu máli þótt að Guðmundur Jónsson fengi sína aðra villu á 3. mínútu og kæmi ekki meira við sögu í fyrri hálfleik eða að Magnús Þór Gunnarsson skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en í lok hálfleiksins. Arnar Freyr Jónsson stjórnaði sóknarleik Keflavíkurliðsins frábærlega og þeir Darrel Keith Lewis og Michael Craion voru öflugir. Arnar Freyr endaði fyrsta leikhlutann á því að skella niður þrist og Keflavík var 26-18 yfir eftir hann. Þröstur Leó Jóhannsson kom með flotta innkomu af bekknum meðan þetta var leikur í fyrri hálfleiknum og það var sama hver kom inn í Keflavíkurliðið því liðið fór illa með Stjörnumenn á báðum endum vallarins. Tvær hraðaupphlaupskörfur í upphafi annars leikhluta komu Keflavíkurliðinu tíu stigum yfir og það munaði síðan sextán stigum við lok hálfleiksins, 34-50. Keflvíkingar skoruðu fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og það var strax ljóst að það hafði lítið breyst í hálfeik. Teitur Örlygsson náði ekki að tala trú í sína menn í hálfleiknum og Keflvíkurhraðlestin var ekki stöðvuð úr þessu. Keflavík var 25 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 72-47, og var þá búið að vinna fyrstu þrjár leikhlutana í leiknum með átta stigum eða meira (26-18, 24-16 og 22-13). Sigurinn er fyrir löngu í höfn hjá Keflavík og fjórði leikhlutinn er því aðeins formsatriði.Stjarnan-Keflavík 63-88 (18-26, 16-24, 13-22, 16-16)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 13/6 fráköst, Nasir Jamal Robinson 11/10 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Justin Shouse 8/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 8/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 6/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Daði Lár Jónsson 2, Kjartan Atli Kjartansson 0, Kristinn Jónasson 0, Christopher Sófus Cannon 0.Keflavík: Michael Craion 18/13 fráköst/6 varin skot, Darrel Keith Lewis 17/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 12, Arnar Freyr Jónsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 6, Valur Orri Valsson 5, Andri Daníelsson 4, Magnús Þór Gunnarsson 3, Ólafur Geir Jónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Tómas Tómasson. Magnús Þór: Rosalega gaman að spila vörn með þessu liði"Þeir skoruðu 63 stig og við spiluðum hörku vörn en við litum bara ágætlega út," sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur eftir stórsigur á Stjörnunnni í Garðabænum í kvöld. Magnús Þór var ekki sammála því að Keflavíkurliðið hafi litið frábærlega út í þessum leik. "Við eigum fullt inni en þetta sýnir bara að við erum með tólf, þrettán menn sem geta spilað. Það er meira að segja einn maður fyrir utan hópinn núna sem er búinn að vera fastamaður frá byrjun tímabilsins. Við erum á góðu róli og stóðum okkur vel í þessum leik," sagði Magnús. "Það er sterkt að koma hingað í Garðabæinn og taka Stjörnuna með 25 stig og halda þeim í 63 stigumm," sagði Magnús. Keflvíkingar hafa farið illa með Snæfell, KR og Stjörnuna í síðustu þremur leikjum og eru að gera frábæra hluti undir stjórn Andy Johnston. "Leikirnir í Lengjubikarnum á móti Snæfelli og KR voru æðislegir. Við erum að halda þeirri vörn áfram og þó að það komi frá mér þá er rosalega gaman að spila vörn með þessu liði og eftir þessum áherslum sem þjálfarinn er með. Maður er nokkuð stoltur af því að halda Stjörnunni í 63 stigum á þeirra eigin heimavelli," sagði Magnús Þór. Fannar: Við réðum ekkert við svæðisvörnina þeirramynd/vilhelmFannar Freyr Helgason og félagar hans í Stjörnuliðinu áttu fá svör á móti gríðarlega sterku Keflavíkurliði í Garðabænum í kvöld en Keflavík vann þá öruggan 25 stiga sigur. "Við vorum mjög lélegir. Ég var virkilega ósáttur með okkur og hvernig við vorum í þessum leik. Við eigum bara helling í land til þess að vera tilbúnir," sagði Fannar Freyr Helgason. "Það eru miklar breytingar hjá okkur. Við missum Jovan og sterka leikmenn en við erum að slípast saman," sagði Fannar en Stjarnan var að spila við frábær Keflavíkurlið í kvöld. "Þeir eru mjög öflugir og eru sennilega það lið sem kemur best út úr þessum breytingum sem gerðar voru á deildinni. Þeir eru virkilega flottir," sagði Fannar. Stjörnuliðið náði aðeins að skora 63 stig í kvöld og það gekk lítið sem ekkert að opna vörn Keflavíkurliðsins. "Við réðum ekkert við svæðisvörnina þeirra og það er eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Það er engin uppjöf hjá okkur þrátt fyrir þetta tap. Við þurfum bara að slípast betur saman," sagði Fannar og bætti við: "Við erum nýkomnir með Bandaríkjamanninn okkar og hann er svolítið eftir á í formi. Við þurfum að koma honum í stand því við þurfum á sterkum leikmanni að halda," sagði Fannar að lokum. Keflavíkurliðið sýndi styrk sinn í þessum leik í kvöld. "Þeir eru eitt af fjórum bestu liðunum í deildinni en við ætlum að vera það líka. Við þurfum þá að gera miklu betur en þetta," sagði Fannar að lokum. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna frá gangi mála í Garðabænum hérna fyrir neðan.Leik lokið, 63-88: Keflvíkingar vinna þennan leik með 25 stigum og Keflavíkurhraðlestin er komin á óhugnarlega siglingu fyrir hin ellefu liðin í Dominos-deildinni. Það er hvergi veikleikamerki að finna hjá liðinu og þjálfarinn heldur mönnum svo sannarlega á tánum allan tímann. 35.mín, 58-81: Þetta er orðinn leikur varamannanna og minni spámanna. Hetjur beggja liða eru sestar á bekkinn og við bíðum eftir að leikurinn klárast. Andy Johnston er samt langt frá því að vera hættur að þjálfa liðið sitt.33.mín, 51-77: Þröstur Leó Jóhannsson treður með tilþrifum eftir sóknarfrákast við mikinn fögnuð félaga sína en hann kemur muninum upp í 26 stig. Stjörnumaðurinn Justin Shouse er sestur á bekkinn og spilar eflaust ekki meira í kvöld.Þriðji leikhluti búinn, 47-72: Keflvíkingar eru 25 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en þeir eru búnir að vinna fyrstu þrjá leikhlutana í leiknum með átta stigum eða meira (26-18, 24-16 og 22-13). Sigurinn er fyrir löngu í höfn hjá Keflavík og fjórði leikhlutinn er því aðeins formsatriði hér í Garðabænum. 26.mín, 40-66: Það er ekkert að breytast í Garðabænum og leikurinn er að leysast svolítið upp. Keflvíkingar halda samt áfram að bæta við og Andy Johnston er ekkert að slaka á við hliðarlínuna þrátt fyrir frábæra stöðu.24.mín, 37-57: Arnar Freyr Jónsson fær sína fjórðu villu og Valur Orri Valsson kemur inn fyrir hann. Arnar Freyr er búinn að vera flottur í þessum leik en Valur Orri er líka frábær leikstjórnandi.21.mín, 34-55: Keflavíkurliðið skorar fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og er komið 21 stigi yfir. Það lítur út fyrir Stjörnumenn séu búnir að missa móðinn og að Teitur Örlygsson hafi ekki náð að tala í þá trúna í hálfleik.Hálfleikur, 34-50: Keflavík er sextán stigum yfir í hálfleik og Keflvíkingar hafa ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu í kvöld. Justin Shouse og félagar í Stjörnunni eru í vandræðum á móti samheldnu og sterku Keflavíkurliðið sem spilar vel saman á báðum endum vallarins. Darrel Lewis er stigahæstur hjá Keflavík með 14 stig en Michael Craion með 12 stig og 10 fráköst. Justin Shouse og Nasir Jamal Robinson eru með 8 stig hvor hjá Stjörnunni. Magnús Þór Gunnarsson er bara með 3 stig á 15 minútum og Guðmundur Jónsson hefur aðeins spilað í 2 mínútur og 19 sekúndur í fyrri hálfleik. Ótrúlegar staðreyndir miðað við þessa miklu yfirburði Keflavíkurliðsins.20.mín, 32-49: Magnús Þór Gunnarsson kemst "loksins" á blað og kemur Keflavík í enn öruggari stöðu. Þeir hafa ekki þurft á Magga Gun að halda í kvöld enda mótstaðan ekki mikil hjá Garðbæingum.18.mín, 30-46: Darrel Keith Lewis skellir niður þrist og kemur Keflavík sextán stigum yfir. Darrel er með 14 stig til þessa í leiknum. Sigurður Dagur Sturluson skoraði tvo þrista með stuttu millibili fyrir Stjörnuna og er einn af fáu ljósu punktum í leik liðsins þessa stundina.16.mín, 22-37: Michael Craion með viðstöðulausa troðslu í hraðaupphlaupi eftir stoðsendingu frá Val Orra. Þetta er orðið afar auðvelt fyrir Keflavíkurliðið. Nasir Jamal Robinson var líka að fá sína aðra villu og sest á bekkinn.15.mín, 22-35: Arnar Freyr Jónsson, sem hefur verið flottur í kvöld, fær á sig ósanngjarnan ruðning og sest á bekkinn með tvær villur. Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur enda hans með í góðum gír.14.mín, 22-35: Michael Craion skorar góða körfu fyrir Keflavík og fær víti að auki sem hann setur niður. Keflavík er komið þrettán stigum yfir og með öll tök á þessum leik. Craion er með 9 stig og 8 fráköst.12.mín, 20-30: Keflvíkingar byrja annan leikhlutann á því að skora tvær auðveldar hraðaupphlaupskörfur og eru í framhaldinu komnir með tíu stiga forystu. Bekkurinn hjá Stjörnunnni er í vandræðum og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, tekur leikhlá þegar 8:11 er á klukkunni. Fyrsti leikhluti búinn, 18-26: Keflvíkingar hafa verið skrefinu á undan í þessum leik og Arnar Freyr Jónsson endaði leikhlutann á því að skella niður þristi. Arnar Freyr var með sex stig og fjórar stoðsendingar í fyrsta leikhlutanum. Nasir Jamal Robinson er með 8 stig fyrir Stjörnuna enda afar öflugur í kringum körfuna.9.mín, 15-21: Góður sprettur hjá Keflvíkingum sem eru búnir að skora sjö síðustu stig leiksins og hafa fyrir vikið náð fjögurra stiga forskoti. Darrel Keith Lewis er kominn með 9 stig og Þröstur Leó Jóhannsson er nýkominn inná en strax búinn að skora sjö stig. 7.mín, 15-14: Nasir Jamal Robinson er duglegur að sækja á körfuna i upphafi leiks og kemur Stjörnunni aftrur yfir. Hann klikkar hinsvegar á vítinu sem hann fékk að auki og er því 3/0 í vítum til þessa í leiknum.6.mín, 10-12: Arnar Freyr Jónsson og Darrel Keith Lewis eru allt í öllu í upphafi leiks og Keflvíkingar hafa áfram frumkvæðið. Arnar Freyr er kominn með þrjár stoðsendingar. 4.mín, 4-5: Keflvíkingar skora fimm stig á stuttum tíma og komast yfir. Arnar Freyr Jónsson fær á sig ruðning og tvær af þremur fyrstu villum Keflvíkingar hafa því verið sóknarvillur. 3.mín, 4-0: Tvær mínútur búnar og bæði lið þegar búin að klikka á tveimur vítum. Það er mikið um mistök í upphafi leiks en Fannar Freyr Helgason kemur Stjörnuni fjórum stitum yfir. Guðmundur Jónsson fær á sig ruðning og er þegar kominn með tvær villur. Hann sest því á bekkinn. Fyrsti leikhluti hafinn, 2-0: Keflvíkingar eiga fyrstu sóknina en Darrel Keith Lewis klikkar á tveimur skotum í fyrstu sókninni. Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson skorar fyrstu körfu leiksins. Fyrir leik: Leikmenn eru nú kynntir til leiks og það styttist því í leikinn. Það er allt í lagi mæting en mætti samt vera betri. Það var mínútuþögn fyrir leik til minningar um Ólaf E. Rafnsson, formann FIBA Europe, forseta ÍSÍ og fyrrum formann KKÍ, sem féll frá í sumar.Fyrir leik: Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, er á leikmannalista Keflavíkur í tölfræðikerfi KKÍ í kvöld. Stjörnumenn þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að stoppa Ísafjarðartröllið því um augljós mistök er að ræða. Fyrir leik: Stjörnumenn hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum, fyrst 85-97 á móti Snæfelli í átta liða úrslitum Lengjubikarsins og svo 96-105 á móti Grindavík í Meistarakeppni KKÍ.Fyrir leik: Síðasti leikur Keflvíkinga á síðasta tímabili var oddaleikur í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar sem fór einmitt fram hér í Ásgarði. Stjarnan vann leikinn 82-77 og tryggði sér sæti í undanúrslitunum.Fyrir leik: Þetta er fyrsti deildarleikur Keflavíkur undir stjórn Andy Johnston og fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn erlends þjálfara síðan að Sandy Andersson var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins veturinn 1989-1990.Fyrir leik: Keflvíkingar tefla fram þeim Michael Craion og Darrel Keith Lewis sem voru í stórum hlutverkum hjá liðinu í fyrra en hjá Stjörnunni er Nasir Jamal Robinson að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í kvöld. Robinson var með 32 stig í tapinu á móti Grindavík í Meistarakeppni KKÍ.Fyrir leik: Keflvíkingar tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að bursta Snæfell og KR á úrslitahelginni. Keflavík vann Snæfell 96-70 í undanúrslitunum og fylgdi því síðan eftir með því að vinna KR 89-58 í úrslitaleiknum.Fyrir leik: Valur Orri Valsson, ungi leikstjórnandi Keflavíkurliðsins, skilaði frábærum mínútum af bekknum í úrslitakeppni Lengjubikarsins en hann var þá með 12,7 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali á 24,5 mínútum. Ekki slæmt að eiga svona leikstjórnanda inni á bekknum.Fyrir leik: Dagur Kár Jónsson, sonur Jóns Kr. Gíslason, eins sigursælasta leikmanns og þjálfara Keflvíkingar, hefur verið að spila stórt hlutverk með Stjörnunni í vetur. Dagur Kár sem er 18 ára gamall var með 15,7 stig og 3.2 stoðsendingar að meðaltali í Lengjubikarnum.mynd/vilhelm Íslenski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Sjá meira
Keflvíkingar byrjuðu Dominos-deild karla í körfubolta eins og þeir enduðu Lengjubikarinn með því að fara illa með einn af erkifjendum sínum síðustu ár. Keflvíkingar mættu kokhraustir í Garðabæinn í 1. umferð deildarkeppninnar í kvöld og unnu 25 stiga sigur á Stjörnunni, 88-63. Það er óhætt að grafa upp hugtakið um Keflavíkurhraðlestina því það virðist fátt geta stöðvað lærisveina Andy Johnston þessa dagana. Michael Craion var afar öflugur inn í teig með 18 stig, 13 fráköst og 6 varion skot og Darrel Lewis skilaði stigum jafnt og þétt allan leikinn. Lewis endaði í 17 stigum og 4 stoðsendingum á 27 mínútum. Arnar Freyr Jónsson (9 stig og 4 stoðsendingar) lék einnig mjög vel á meðan Keflavíkurliðið var að taka völdin í leiknum. Þröstur Leó Jóhannsson kom með kraft og 14 stig inn af bekknum. Nasir Jamal Robinson var með 11 stig og 10 fráköst fyrir Stjörnuna en mest allt kom í fyrri hálfleiknum áður en Michael Craion (og Andy Johnston) voru búnir að lesa hann. Justin Shouse endaði í 8 stigum og 5 stoðsendingum. Hvorugur spilaði mikið í lokin enda úrslitin löngu ráðin. Hinn ungi Sigurður Dagur Sturluson var kannski ljósið í myrkrinu hjá Stjörnunni með þrjár flottar körfur en fyrirliðinn Fannar Freyr Helgason var stigahæstur með 13 stig. Stjörnumenn skoruðu fjögur fyrstu stig leiksins og Keflavíkurliðið tók sér rúmar tvær mínútur í að skora sín fyrstu stig. Þeir tóku það örfáar sekúndur að komast yfir í 5-4 og litu ekki til baka eftir það. Það skipti litlu máli þótt að Guðmundur Jónsson fengi sína aðra villu á 3. mínútu og kæmi ekki meira við sögu í fyrri hálfleik eða að Magnús Þór Gunnarsson skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en í lok hálfleiksins. Arnar Freyr Jónsson stjórnaði sóknarleik Keflavíkurliðsins frábærlega og þeir Darrel Keith Lewis og Michael Craion voru öflugir. Arnar Freyr endaði fyrsta leikhlutann á því að skella niður þrist og Keflavík var 26-18 yfir eftir hann. Þröstur Leó Jóhannsson kom með flotta innkomu af bekknum meðan þetta var leikur í fyrri hálfleiknum og það var sama hver kom inn í Keflavíkurliðið því liðið fór illa með Stjörnumenn á báðum endum vallarins. Tvær hraðaupphlaupskörfur í upphafi annars leikhluta komu Keflavíkurliðinu tíu stigum yfir og það munaði síðan sextán stigum við lok hálfleiksins, 34-50. Keflvíkingar skoruðu fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og það var strax ljóst að það hafði lítið breyst í hálfeik. Teitur Örlygsson náði ekki að tala trú í sína menn í hálfleiknum og Keflvíkurhraðlestin var ekki stöðvuð úr þessu. Keflavík var 25 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 72-47, og var þá búið að vinna fyrstu þrjár leikhlutana í leiknum með átta stigum eða meira (26-18, 24-16 og 22-13). Sigurinn er fyrir löngu í höfn hjá Keflavík og fjórði leikhlutinn er því aðeins formsatriði.Stjarnan-Keflavík 63-88 (18-26, 16-24, 13-22, 16-16)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 13/6 fráköst, Nasir Jamal Robinson 11/10 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Justin Shouse 8/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 8/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 6/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Daði Lár Jónsson 2, Kjartan Atli Kjartansson 0, Kristinn Jónasson 0, Christopher Sófus Cannon 0.Keflavík: Michael Craion 18/13 fráköst/6 varin skot, Darrel Keith Lewis 17/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 12, Arnar Freyr Jónsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 6, Valur Orri Valsson 5, Andri Daníelsson 4, Magnús Þór Gunnarsson 3, Ólafur Geir Jónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Tómas Tómasson. Magnús Þór: Rosalega gaman að spila vörn með þessu liði"Þeir skoruðu 63 stig og við spiluðum hörku vörn en við litum bara ágætlega út," sagði Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur eftir stórsigur á Stjörnunnni í Garðabænum í kvöld. Magnús Þór var ekki sammála því að Keflavíkurliðið hafi litið frábærlega út í þessum leik. "Við eigum fullt inni en þetta sýnir bara að við erum með tólf, þrettán menn sem geta spilað. Það er meira að segja einn maður fyrir utan hópinn núna sem er búinn að vera fastamaður frá byrjun tímabilsins. Við erum á góðu róli og stóðum okkur vel í þessum leik," sagði Magnús. "Það er sterkt að koma hingað í Garðabæinn og taka Stjörnuna með 25 stig og halda þeim í 63 stigumm," sagði Magnús. Keflvíkingar hafa farið illa með Snæfell, KR og Stjörnuna í síðustu þremur leikjum og eru að gera frábæra hluti undir stjórn Andy Johnston. "Leikirnir í Lengjubikarnum á móti Snæfelli og KR voru æðislegir. Við erum að halda þeirri vörn áfram og þó að það komi frá mér þá er rosalega gaman að spila vörn með þessu liði og eftir þessum áherslum sem þjálfarinn er með. Maður er nokkuð stoltur af því að halda Stjörnunni í 63 stigum á þeirra eigin heimavelli," sagði Magnús Þór. Fannar: Við réðum ekkert við svæðisvörnina þeirramynd/vilhelmFannar Freyr Helgason og félagar hans í Stjörnuliðinu áttu fá svör á móti gríðarlega sterku Keflavíkurliði í Garðabænum í kvöld en Keflavík vann þá öruggan 25 stiga sigur. "Við vorum mjög lélegir. Ég var virkilega ósáttur með okkur og hvernig við vorum í þessum leik. Við eigum bara helling í land til þess að vera tilbúnir," sagði Fannar Freyr Helgason. "Það eru miklar breytingar hjá okkur. Við missum Jovan og sterka leikmenn en við erum að slípast saman," sagði Fannar en Stjarnan var að spila við frábær Keflavíkurlið í kvöld. "Þeir eru mjög öflugir og eru sennilega það lið sem kemur best út úr þessum breytingum sem gerðar voru á deildinni. Þeir eru virkilega flottir," sagði Fannar. Stjörnuliðið náði aðeins að skora 63 stig í kvöld og það gekk lítið sem ekkert að opna vörn Keflavíkurliðsins. "Við réðum ekkert við svæðisvörnina þeirra og það er eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Það er engin uppjöf hjá okkur þrátt fyrir þetta tap. Við þurfum bara að slípast betur saman," sagði Fannar og bætti við: "Við erum nýkomnir með Bandaríkjamanninn okkar og hann er svolítið eftir á í formi. Við þurfum að koma honum í stand því við þurfum á sterkum leikmanni að halda," sagði Fannar að lokum. Keflavíkurliðið sýndi styrk sinn í þessum leik í kvöld. "Þeir eru eitt af fjórum bestu liðunum í deildinni en við ætlum að vera það líka. Við þurfum þá að gera miklu betur en þetta," sagði Fannar að lokum. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá lýsinguna frá gangi mála í Garðabænum hérna fyrir neðan.Leik lokið, 63-88: Keflvíkingar vinna þennan leik með 25 stigum og Keflavíkurhraðlestin er komin á óhugnarlega siglingu fyrir hin ellefu liðin í Dominos-deildinni. Það er hvergi veikleikamerki að finna hjá liðinu og þjálfarinn heldur mönnum svo sannarlega á tánum allan tímann. 35.mín, 58-81: Þetta er orðinn leikur varamannanna og minni spámanna. Hetjur beggja liða eru sestar á bekkinn og við bíðum eftir að leikurinn klárast. Andy Johnston er samt langt frá því að vera hættur að þjálfa liðið sitt.33.mín, 51-77: Þröstur Leó Jóhannsson treður með tilþrifum eftir sóknarfrákast við mikinn fögnuð félaga sína en hann kemur muninum upp í 26 stig. Stjörnumaðurinn Justin Shouse er sestur á bekkinn og spilar eflaust ekki meira í kvöld.Þriðji leikhluti búinn, 47-72: Keflvíkingar eru 25 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en þeir eru búnir að vinna fyrstu þrjá leikhlutana í leiknum með átta stigum eða meira (26-18, 24-16 og 22-13). Sigurinn er fyrir löngu í höfn hjá Keflavík og fjórði leikhlutinn er því aðeins formsatriði hér í Garðabænum. 26.mín, 40-66: Það er ekkert að breytast í Garðabænum og leikurinn er að leysast svolítið upp. Keflvíkingar halda samt áfram að bæta við og Andy Johnston er ekkert að slaka á við hliðarlínuna þrátt fyrir frábæra stöðu.24.mín, 37-57: Arnar Freyr Jónsson fær sína fjórðu villu og Valur Orri Valsson kemur inn fyrir hann. Arnar Freyr er búinn að vera flottur í þessum leik en Valur Orri er líka frábær leikstjórnandi.21.mín, 34-55: Keflavíkurliðið skorar fimm fyrstu stig seinni hálfleiksins og er komið 21 stigi yfir. Það lítur út fyrir Stjörnumenn séu búnir að missa móðinn og að Teitur Örlygsson hafi ekki náð að tala í þá trúna í hálfleik.Hálfleikur, 34-50: Keflavík er sextán stigum yfir í hálfleik og Keflvíkingar hafa ekki þurft að hafa mikið fyrir þessu í kvöld. Justin Shouse og félagar í Stjörnunni eru í vandræðum á móti samheldnu og sterku Keflavíkurliðið sem spilar vel saman á báðum endum vallarins. Darrel Lewis er stigahæstur hjá Keflavík með 14 stig en Michael Craion með 12 stig og 10 fráköst. Justin Shouse og Nasir Jamal Robinson eru með 8 stig hvor hjá Stjörnunni. Magnús Þór Gunnarsson er bara með 3 stig á 15 minútum og Guðmundur Jónsson hefur aðeins spilað í 2 mínútur og 19 sekúndur í fyrri hálfleik. Ótrúlegar staðreyndir miðað við þessa miklu yfirburði Keflavíkurliðsins.20.mín, 32-49: Magnús Þór Gunnarsson kemst "loksins" á blað og kemur Keflavík í enn öruggari stöðu. Þeir hafa ekki þurft á Magga Gun að halda í kvöld enda mótstaðan ekki mikil hjá Garðbæingum.18.mín, 30-46: Darrel Keith Lewis skellir niður þrist og kemur Keflavík sextán stigum yfir. Darrel er með 14 stig til þessa í leiknum. Sigurður Dagur Sturluson skoraði tvo þrista með stuttu millibili fyrir Stjörnuna og er einn af fáu ljósu punktum í leik liðsins þessa stundina.16.mín, 22-37: Michael Craion með viðstöðulausa troðslu í hraðaupphlaupi eftir stoðsendingu frá Val Orra. Þetta er orðið afar auðvelt fyrir Keflavíkurliðið. Nasir Jamal Robinson var líka að fá sína aðra villu og sest á bekkinn.15.mín, 22-35: Arnar Freyr Jónsson, sem hefur verið flottur í kvöld, fær á sig ósanngjarnan ruðning og sest á bekkinn með tvær villur. Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, tekur leikhlé en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur enda hans með í góðum gír.14.mín, 22-35: Michael Craion skorar góða körfu fyrir Keflavík og fær víti að auki sem hann setur niður. Keflavík er komið þrettán stigum yfir og með öll tök á þessum leik. Craion er með 9 stig og 8 fráköst.12.mín, 20-30: Keflvíkingar byrja annan leikhlutann á því að skora tvær auðveldar hraðaupphlaupskörfur og eru í framhaldinu komnir með tíu stiga forystu. Bekkurinn hjá Stjörnunnni er í vandræðum og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, tekur leikhlá þegar 8:11 er á klukkunni. Fyrsti leikhluti búinn, 18-26: Keflvíkingar hafa verið skrefinu á undan í þessum leik og Arnar Freyr Jónsson endaði leikhlutann á því að skella niður þristi. Arnar Freyr var með sex stig og fjórar stoðsendingar í fyrsta leikhlutanum. Nasir Jamal Robinson er með 8 stig fyrir Stjörnuna enda afar öflugur í kringum körfuna.9.mín, 15-21: Góður sprettur hjá Keflvíkingum sem eru búnir að skora sjö síðustu stig leiksins og hafa fyrir vikið náð fjögurra stiga forskoti. Darrel Keith Lewis er kominn með 9 stig og Þröstur Leó Jóhannsson er nýkominn inná en strax búinn að skora sjö stig. 7.mín, 15-14: Nasir Jamal Robinson er duglegur að sækja á körfuna i upphafi leiks og kemur Stjörnunni aftrur yfir. Hann klikkar hinsvegar á vítinu sem hann fékk að auki og er því 3/0 í vítum til þessa í leiknum.6.mín, 10-12: Arnar Freyr Jónsson og Darrel Keith Lewis eru allt í öllu í upphafi leiks og Keflvíkingar hafa áfram frumkvæðið. Arnar Freyr er kominn með þrjár stoðsendingar. 4.mín, 4-5: Keflvíkingar skora fimm stig á stuttum tíma og komast yfir. Arnar Freyr Jónsson fær á sig ruðning og tvær af þremur fyrstu villum Keflvíkingar hafa því verið sóknarvillur. 3.mín, 4-0: Tvær mínútur búnar og bæði lið þegar búin að klikka á tveimur vítum. Það er mikið um mistök í upphafi leiks en Fannar Freyr Helgason kemur Stjörnuni fjórum stitum yfir. Guðmundur Jónsson fær á sig ruðning og er þegar kominn með tvær villur. Hann sest því á bekkinn. Fyrsti leikhluti hafinn, 2-0: Keflvíkingar eiga fyrstu sóknina en Darrel Keith Lewis klikkar á tveimur skotum í fyrstu sókninni. Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson skorar fyrstu körfu leiksins. Fyrir leik: Leikmenn eru nú kynntir til leiks og það styttist því í leikinn. Það er allt í lagi mæting en mætti samt vera betri. Það var mínútuþögn fyrir leik til minningar um Ólaf E. Rafnsson, formann FIBA Europe, forseta ÍSÍ og fyrrum formann KKÍ, sem féll frá í sumar.Fyrir leik: Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur, er á leikmannalista Keflavíkur í tölfræðikerfi KKÍ í kvöld. Stjörnumenn þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að stoppa Ísafjarðartröllið því um augljós mistök er að ræða. Fyrir leik: Stjörnumenn hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum, fyrst 85-97 á móti Snæfelli í átta liða úrslitum Lengjubikarsins og svo 96-105 á móti Grindavík í Meistarakeppni KKÍ.Fyrir leik: Síðasti leikur Keflvíkinga á síðasta tímabili var oddaleikur í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar sem fór einmitt fram hér í Ásgarði. Stjarnan vann leikinn 82-77 og tryggði sér sæti í undanúrslitunum.Fyrir leik: Þetta er fyrsti deildarleikur Keflavíkur undir stjórn Andy Johnston og fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn erlends þjálfara síðan að Sandy Andersson var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins veturinn 1989-1990.Fyrir leik: Keflvíkingar tefla fram þeim Michael Craion og Darrel Keith Lewis sem voru í stórum hlutverkum hjá liðinu í fyrra en hjá Stjörnunni er Nasir Jamal Robinson að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í kvöld. Robinson var með 32 stig í tapinu á móti Grindavík í Meistarakeppni KKÍ.Fyrir leik: Keflvíkingar tryggði sér Lengjubikarinn á dögunum með því að bursta Snæfell og KR á úrslitahelginni. Keflavík vann Snæfell 96-70 í undanúrslitunum og fylgdi því síðan eftir með því að vinna KR 89-58 í úrslitaleiknum.Fyrir leik: Valur Orri Valsson, ungi leikstjórnandi Keflavíkurliðsins, skilaði frábærum mínútum af bekknum í úrslitakeppni Lengjubikarsins en hann var þá með 12,7 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali á 24,5 mínútum. Ekki slæmt að eiga svona leikstjórnanda inni á bekknum.Fyrir leik: Dagur Kár Jónsson, sonur Jóns Kr. Gíslason, eins sigursælasta leikmanns og þjálfara Keflvíkingar, hefur verið að spila stórt hlutverk með Stjörnunni í vetur. Dagur Kár sem er 18 ára gamall var með 15,7 stig og 3.2 stoðsendingar að meðaltali í Lengjubikarnum.mynd/vilhelm
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Sjá meira