Hvaðan kom hetja Keflvíkinga í gær? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2013 19:15 Gunnar Ólafsson, tvítugur körfuboltamaður uppalinn í Fjölni, sló heldur betur í gegn í gær þegar hann tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík í frábærum Reykjanesbæjarslag í Domnios-deild karla í körfubolta. Þeir eru örugglega fleiri en færri sem eru að velta því fyrir sér hvaðan þessi strákur kom en hann er á sínu fyrsta ári með Keflavík. Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, þekkir strák talsvert betur en aðrir Keflvíkingar. „Ég er búinn að þekkja Gunnar síðan að hann fæddist því systir mín á hann," segir Falur í samtali við Vísi. Gunnar spilar líka í treyju númer fjögur eins og Falur og setti niður þrist ala Falur 0,6 sekúndum fyrir leikslok í gær. Það er hægt að sjá körfuna með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Gunnar Ólafsson var með 5,1 stig og 1,6 fráköst að meðtali á 16,0 mínútum með Fjölni á síðasta tímabili og var þá aðeins í byrjunarliðinu í tveimur leikjum af 22. „Hann kom til mín til að fá ráð frá frænda sínum hvað hann átti að gera með sinn körfuboltaferil þegar Fjölnir féll úr úrvalsdeildinni. Það kemur kannski engum á óvart hvað ég ráðlagði honum að gera," segir Falur. Gunnar hefur verið í byrjunarliði Keflavíkurliðsins eftir að Magnús Þór Gunnarsson meiddist og er með 10,7 stig og 3,0 fráköst að meðaltali á 25,4 mínútum í leik. Falur segir að með komu nýja þjálfarans, Andy Johnston, hafi allir fengið sama tækifæri til að vinna sér inn hlutverk í Keflavíkurliðinu. „Það er bara það sem fæst með að fá nýjan þjálfara sem þekkir engan. Hann metur þig út frá því hvernig þú ert að leggja þig fram og hvað þú ert að gera," segir Falur. Dominos-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Gunnar Ólafsson, tvítugur körfuboltamaður uppalinn í Fjölni, sló heldur betur í gegn í gær þegar hann tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík í frábærum Reykjanesbæjarslag í Domnios-deild karla í körfubolta. Þeir eru örugglega fleiri en færri sem eru að velta því fyrir sér hvaðan þessi strákur kom en hann er á sínu fyrsta ári með Keflavík. Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, þekkir strák talsvert betur en aðrir Keflvíkingar. „Ég er búinn að þekkja Gunnar síðan að hann fæddist því systir mín á hann," segir Falur í samtali við Vísi. Gunnar spilar líka í treyju númer fjögur eins og Falur og setti niður þrist ala Falur 0,6 sekúndum fyrir leikslok í gær. Það er hægt að sjá körfuna með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Gunnar Ólafsson var með 5,1 stig og 1,6 fráköst að meðtali á 16,0 mínútum með Fjölni á síðasta tímabili og var þá aðeins í byrjunarliðinu í tveimur leikjum af 22. „Hann kom til mín til að fá ráð frá frænda sínum hvað hann átti að gera með sinn körfuboltaferil þegar Fjölnir féll úr úrvalsdeildinni. Það kemur kannski engum á óvart hvað ég ráðlagði honum að gera," segir Falur. Gunnar hefur verið í byrjunarliði Keflavíkurliðsins eftir að Magnús Þór Gunnarsson meiddist og er með 10,7 stig og 3,0 fráköst að meðaltali á 25,4 mínútum í leik. Falur segir að með komu nýja þjálfarans, Andy Johnston, hafi allir fengið sama tækifæri til að vinna sér inn hlutverk í Keflavíkurliðinu. „Það er bara það sem fæst með að fá nýjan þjálfara sem þekkir engan. Hann metur þig út frá því hvernig þú ert að leggja þig fram og hvað þú ert að gera," segir Falur.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira