Körfubolti

Tólfta þrenna Pavels í úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. Mynd/Stefán
Pavel Ermolinskij átti magnaðan leik með KR í Stykkishólm í gærkvöldi en íslenski leikstjórnandinn var þá með 20 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar þegar KR vann Snæfell 99-84 í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Þetta er langt frá því að vera fyrsta þrenna Pavels í úrvalsdeildinni því þessi öflugi leikmaður náði því þarna í tólfta sinn að komast yfir tíu í þremur tölfræðiþáttum í sama leiknum í deildarkeppni (9) eða úrslitakeppni (3).

Pavel tókst hinsvegar í fyrsta sinn að komast yfir tíu stoðsendingar á sama tíma og hann náði tröllatvennu (tveimur tölfræðiþáttum yfir 20) í stigum og fráköstum.

Pavel var kominn með þrennuna fyrir lokaleikhlutann en hann tók meiri ábyrgð í þessum leik eftir að bandaríski leikmaðurinn Shawn Atupem yfirgaf Vesturbæjarfélagið í aðdraganda leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þrennur Pavels í úrvalsdeild karla.



Þrennur Pavels Ermolinskij í úrvalsdeild karla:

2013-14

24-10-2013 á móti Snæfell (úti)  20 stig - 22 fráköst - 13 stoðsendingar

2010-11

07-10-2010 á móti Stjörnunni (heima)  22 stig - 14 fráköst - 11 stoðsendingar

24-10-2010 á móti Fjölnir (heima)  15 stig - 11 fráköst - 11 stoðsendingar

15-11-2010 á móti KFÍ (úti)   25 stig - 18 fráköst - 12 stoðsendingar

09-12-2010 á móti ÍR (heima)  23 stig - 11 fráköst - 11 stoðsendingar

17-01-2011 á móti Hamar (heima)  17 stig - 17 fráköst - 16 stoðsendingar

01-04-2011 á móti Keflavík (heima, úrslitak.)  12 stig - 15 fráköst - 17 stoðsendingar

2009-10

14-02-2010 á móti Fjölni (heima)  13 stig - 14 fráköst - 11 stoðsendingar

26-02-2010 á móti Hamri (úti)  17 stig - 14 fráköst - 16 stoðsendingar

15-03-2010 á móti Keflavík (úti)  17 stig - 10 fráköst - 10 stoðsendingar

25-03-2010 á móti ÍR (heima, úrslitak.)  10 stig - 15 fráköst - 16 stoðsendingar

07-04-2010 á móti ÍR Snæfelli (úti, úrslitak.)  18 stig - 15 fráköst - 10 stoðsendingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×