Handbolti

Stelpurnar hans Þóris fögnuðu sigri í Rúmeníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Mynd/Pjetur
Norska kvennalandsliðið byrjaði undankeppni EM á því að vinna tveggja marka útisigur á Rúmeníu í dag, 25-23. Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfari norska liðsins, var ánægður eftir leikinn og þá sérstaklega með varnarleikinn.

„Við erum aftur að byggja upp nýtt framtíðarlandslið. Stelpurnar þekkja leikkerfið og ég er ánægður með þennan sigur því það eru ekki mörg lið sem ná í tvö stig í Rúmeníu. Rúmenía er með gott lið og þá sérstaklega á heimavelli," sagði Þórir Hergeirsson í sjónvarpsviðtalið á Viasat 4.

Þórir tefldi fram mörgum ungum leikmönnum í þessum leik og þá kom Nora Mörk aftur inn í liðið eftir þriggja ára fjarveru vegna meiðsla. Nora skoraði fjögur mörk í leiknum en markahæstar voru reynsluboltarnir Karoline Dyhre Breivang  (6 mörk) og  Linn-Kristin Riegelhuth Koren (5 mörk).

Norska landsliðið er í riðli með Rúmeníu og Hvíta-Rússlandi en sigurvegarinn kemst á EM. Framundan er síðan HM í Serbíu í desember.  

Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppninni í kvöld þegar stelpurnar okkar taka á móti Finnlandi í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×