Körfubolti

Nasir Robinson sagt upp hjá Stjörnunnni

Sigmar Sigfússon skrifar
Nasir Robinson -
Nasir Robinson - Mynd/Daníel
Bikarmeistarar karla í körfuknattleik Stjarnan hefur farið illa af stað í upphafi móts. Lærisveinar Teits Örlygssonar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á móti Keflavík í fyrstu umferð og gegn Þór Þorlákshöfn í annarri umferð.

Þolinmæðin er ekki mikil á þeim bænum og félagði hefur sagt upp samningi sínum við Nasir Robinson. Stjarnan mætir Skallagrím í Ásgarði á fimmtudag og verða án erlends leikmanns í þeim leik.

Nasir leik því aðeins tvo leiki með liðinu og skoraði að meðaltali í þeim 16 stig og tók 8 fráköst.

„Nasir er góður drengur en okkur finnst hann ekki alveg passa að okkar leikstíl. Það verður ekki af honum tekið að hann spilar og æfir af krafti, en eftir situr að við höfum tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins með 19 og 25 stigum og höfum í raun ekki átt séns. Við teljum okkur vera með talsvert betra lið í höndunum en við höfum sýnt hingað til og þurfum að gera einhverjar breytingar á okkar leik til að ná því fram," sagði Snorri Örn Arnaldsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í viðtali við karfan.is

Aðspurður hvort Stjarnan sé kominn með nýjan mann svaraði Snorri:

„Nei, nú þurfum við að treysta á þann hóp sem við erum með og menn fá tækifæri til að stíga upp og sýna sig. Það eina sem við vitum fyrir víst er að við verðum án erlends leikmanns í næsta deildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×