Fótbolti

Margrét Lára nýr fyrirliði | Mikill heiður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið valinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í knattpyrnu en liðið mætir Serbíu í undankeppni heimsmeistaramótsins árið 2015 ytra í á morgun.

,,Það er mikill heiður að fá að leiða þetta lið út á völlinn,“ sagði Margrét Lára á æfingu í dag.

Margrét Lára tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur sem lagði skóna á hilluna á dögunum. 

,,Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hef alltaf haft það hlutverk að vera fremst á vellinum og sjá um markaskor. Nú er komið að því að ég fái annað og enn stærra hlutverk innan liðsins sem er mjög spennandi. Vonandi mun ég þroskast enn meira sem leikmaður með þessu nýja hlutverki.“ 

Margrét Lára hefur leikið með íslenska landsliðinu í tíu ár.

,,Við erum með marga leiðtoga í liðinu og flotta karaktera og í raun margar í þessu hlutverki.“

Hér að ofan má sjá myndband af viðtölum við Margréti Láru, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur, leikmenn íslenska landsliðsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×