Valur er komið aftur í efsta sæti Olísdeildar kvenna, um stundarsakir að minnsta kosti, eftir sigur á HK í dag.
Valskonur unnu HK í Kópavoginum, 24-21, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 13-12. Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði átta mörk fyrir HK-inga en það dugði ekki til.
ÍBV hélt í við toppliðin með sigri á Haukum í Hafnarfirði, 31-24. Eyjakonur eru nú með tólf stig, rétt eins og Fram, í 4.-5. sæti deildarinnar.
Þá gerðu Fylkir og KA/Þór jafntefli, 29-29, en liðin eru jöfn með fimm stig í 9.-10. sæti deildarinnar.
Nú klukkan 16.00 hófust tveir leikir í Olísdeild kvenna en þá eigast annars vegar við FH og Grótta og hins vegar Stjarnan og Selfoss.
Haukar - ÍBV 24-31 (11-13)
Mörk Hauka: Viktoría Valdimarsdóttir 7, Marija Gedroit 4, Gunnhildur Pétursdóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 3, Silja Ísberg 2, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Drífa Þorvaldsdóttir 7, Vera Lopes 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 5, Telma Amado 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 2.
Fylkir - KA/Þór 29-29 (14-15)
Mörk Fylkis: Patricia Szölözi 9, Thea Imani Sturludóttir 8, Hildur Björnsdóttir 6, Díana Kristín Sigmarsdóttir 4, Kristjana Björk Steinarsdóttir 2.
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 10, Ásdís Sigurðardóttir 6, Birta Fönn Sveinsdóttir 4, Erla Heiður Tryggvadóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1.
HK - Valur 21-24 (13-12)
Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 8, Sigríður Hauksdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.
Mörk Vals: Karólína Lárudóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Gherman Marinela 2, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Bryndís Wöhler 1.
Valskonur sóttu sigur í Digranesið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

