Snæfellingar tóku Kanalausa Grindvíkinga í kennslustund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2013 19:25 Mynd/Vilhelm Snæfellingar lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur 88-80 í fimmtu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Gulkæddir gestirnir frá Grindavík byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Með Sigurð Þorvaldsson í broddi fylkingar sigu þeir fram úr og höfðu þrettán stiga forskot í hálfleik, 42-29. Hálfleiksræða Inga Þórs Steinþórssonar virðist hafa virkað betur en hjá kollega hans Sverri Þór Sverrissyni. Snæfellingar tóku þriðja leikhluta með trompi og náðu um tíma tuttugu stiga forystu. Kanalausir Grindvíkingar gáfust ekki upp en áttu í fullu fangi með heimamenn. Jón Ólafur Jónsson átti frábæran leik í síðari hálfleik áður en hann fór af velli með sína fimmtu villu. Það kom þó ekki að sök því Grindvíkingar komust aldrei nálægt heimamönnum sem lönduðu nokkuð sannfærandi sigri 88-80. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig auk þess að taka 12 fráköst fyrir heimamenn. Jón Ólafur skoraði 17 stig og Vance Cooksey 19 auk þess að taka tíu fráköst og eiga átta stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi. Tölfræði leiksins:Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.Leik lokið Lokatölur 88-804. leikhluti Staðan er 74-62 Tólf stiga munur þegar þrjár mínútur lifa leiks. Jón Ólafur Jónsson hefur fengið sína fimmtu villu og tekur ekki frekari þátt í leiknum.4. leikhluti Staðan er 69-55 Gestirnir gulklæddu sækja aðeins í sig veðrið. Hnis vegar er útlit fyrir að það sé að verða of seint. Sigurður Þorsteinsson er kominn með fjórar villur en aðrir minna.3. leikhluti Staðan er 63-44 Snæfellingar halda þægilegu forskoti sínu. Grindvíkingar hafa verið í eltingaleik síðan undir lok fyrsta leikhluta. Siggi Þorvalds er kominn í 17 stig og 11 fráköst. Stórleikur hjá framherjanum.3. leikhluti Staðan er 51-35 Þvílík byrjun á hálfleiknum hjá heimamönnum. Hafa skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna. Jón Ólafur Jónsson fer fyrir þeim rauðu sem hafa sextán stiga forskot.Hálfleikur Staðan er 42-33 Snæfellingar hafa farið á kostum og hefur Jón Ólafur Jónsson tekið við sér. 14 stig er sá örvhenti kominn með auk sex stoðsendinga. Siggi Þorsteins hefur tekið við sér hjá gestunum sem þurf að herða sig ef ekki á illa að fara.2. leikhluti Staðan er 34-29 Allt í járnum fyrri hluta annars leikhluta. Stefán Karel Torfason var að troða fyrir heimamenn og er kominn með fjögur stig í röð. Engin teljandi villuvandræði. Stefán Karel og Ómar Sævarsson með tvær villur en aðrir minna.1. leikhluta lokið. Staðan er 22-20 Frábær lokakafli hjá heimamönnum í leikhlutanum. Búnir að snúa vel við blaðinu. Sigurður Þorvaldsson hefur stigið fram hjá þeim rauðklæddu og er kominn með tíu stig. Hann hefur einnig hirt sex fráköst.1. leikhluti Staðan er 13-19 Vance Cooksey hefur skorað fjögur stig fyrir heimamenn. Stigaskorið er mun dreifðara hjá Snæfellingum. Þorleifur er kominn með tíu stig hjá gestunum.1. leikhlutiStaðan er 10-17. Gestirnir úr Grindavík hafa byrjað betur. Jóhann Árni Ólafsson er kominn með sjö stig og Þorleifur Ólafsson sex stig. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Snæfellingar lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur 88-80 í fimmtu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Gulkæddir gestirnir frá Grindavík byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Með Sigurð Þorvaldsson í broddi fylkingar sigu þeir fram úr og höfðu þrettán stiga forskot í hálfleik, 42-29. Hálfleiksræða Inga Þórs Steinþórssonar virðist hafa virkað betur en hjá kollega hans Sverri Þór Sverrissyni. Snæfellingar tóku þriðja leikhluta með trompi og náðu um tíma tuttugu stiga forystu. Kanalausir Grindvíkingar gáfust ekki upp en áttu í fullu fangi með heimamenn. Jón Ólafur Jónsson átti frábæran leik í síðari hálfleik áður en hann fór af velli með sína fimmtu villu. Það kom þó ekki að sök því Grindvíkingar komust aldrei nálægt heimamönnum sem lönduðu nokkuð sannfærandi sigri 88-80. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig auk þess að taka 12 fráköst fyrir heimamenn. Jón Ólafur skoraði 17 stig og Vance Cooksey 19 auk þess að taka tíu fráköst og eiga átta stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi. Tölfræði leiksins:Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.Leik lokið Lokatölur 88-804. leikhluti Staðan er 74-62 Tólf stiga munur þegar þrjár mínútur lifa leiks. Jón Ólafur Jónsson hefur fengið sína fimmtu villu og tekur ekki frekari þátt í leiknum.4. leikhluti Staðan er 69-55 Gestirnir gulklæddu sækja aðeins í sig veðrið. Hnis vegar er útlit fyrir að það sé að verða of seint. Sigurður Þorsteinsson er kominn með fjórar villur en aðrir minna.3. leikhluti Staðan er 63-44 Snæfellingar halda þægilegu forskoti sínu. Grindvíkingar hafa verið í eltingaleik síðan undir lok fyrsta leikhluta. Siggi Þorvalds er kominn í 17 stig og 11 fráköst. Stórleikur hjá framherjanum.3. leikhluti Staðan er 51-35 Þvílík byrjun á hálfleiknum hjá heimamönnum. Hafa skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna. Jón Ólafur Jónsson fer fyrir þeim rauðu sem hafa sextán stiga forskot.Hálfleikur Staðan er 42-33 Snæfellingar hafa farið á kostum og hefur Jón Ólafur Jónsson tekið við sér. 14 stig er sá örvhenti kominn með auk sex stoðsendinga. Siggi Þorsteins hefur tekið við sér hjá gestunum sem þurf að herða sig ef ekki á illa að fara.2. leikhluti Staðan er 34-29 Allt í járnum fyrri hluta annars leikhluta. Stefán Karel Torfason var að troða fyrir heimamenn og er kominn með fjögur stig í röð. Engin teljandi villuvandræði. Stefán Karel og Ómar Sævarsson með tvær villur en aðrir minna.1. leikhluta lokið. Staðan er 22-20 Frábær lokakafli hjá heimamönnum í leikhlutanum. Búnir að snúa vel við blaðinu. Sigurður Þorvaldsson hefur stigið fram hjá þeim rauðklæddu og er kominn með tíu stig. Hann hefur einnig hirt sex fráköst.1. leikhluti Staðan er 13-19 Vance Cooksey hefur skorað fjögur stig fyrir heimamenn. Stigaskorið er mun dreifðara hjá Snæfellingum. Þorleifur er kominn með tíu stig hjá gestunum.1. leikhlutiStaðan er 10-17. Gestirnir úr Grindavík hafa byrjað betur. Jóhann Árni Ólafsson er kominn með sjö stig og Þorleifur Ólafsson sex stig.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira