Fótbolti

Guardiola ætlar að reka uppljóstrarann úr Bayern-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Mynd/NordicPhotos/Getty
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, ætlar sér að finna út hver það var sem lak út byrjunarliði liðsins fyrir stórleikinn á móti Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni um helgina.

Bayern vann 3-0 sigur í leiknum og hefur nú leikið 38 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er nýtt met. Fyrir leikinn las Pep Guardiola hinsvegar allt um leikskipulag síns liðs í Bild.

Bild greindi frá því að Guardiola hafi varað sína leikmenn við því að hann myndi reka þann leikmenn úr liðinu sem væri uppvís af því að leka upplýsingum í fjölmiðla.

„Það skiptir engu máli hver það er. Viðkomandi verður rekinn úr liðinu og sá hinn sami spilar ekki fleiri leiki undir minni stjórn," er haft eftir Pep Guardiola í frétt í Bild.

Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München, ráðleggur viðkomandi að hætta þessu eins og skot því svona hegðun sé mjög slæm fyrir orðspor alls félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×