Hafnfirska sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir er að standa sig vel með skólaliði University of Florida en hún fór á kostum á sterku sundmóti í Ohio í Bandaríkjunum um helgina.
Hrafnhildur setti þrjú skólamet á mótinu þar af tvö þeirra í einstaklingsundum. Hrafnhildur setti metin í 100 og 200 jarda bringusundi en hún hjálpaði einnig boðssundsveit skólans að setja nýtt met.
Úrslitamót bandaríska háskólasundsins fer fram í mars á næsta ári og er Hrafnhildur Lúthersdóttir búin að ná lágmörkum í sex greinum.
Tímar Hrafnhildar um helgina voru 59.55 sekúndur í 100 jarda bringusundi, 2.08.37 mínútur í 200 jarda bringusundi og 1.58.38 mínúta í 200 jarda fjórsundi. Hún náði einnig lágmörkum í 100 jarda flugsundi og sem liðsmaður í 200 jarda og 400 jarda boðssundsveit skólans.
Hrafnhildur er nú með fjórða og fimmta bestu tímann í bringusundunum í Bandaríkjunum eins og staðan er í dag.
Hrafnhildur Lúthersdóttir er komin inn á úrslitamótið fjórða árið í röð en þetta er aðalmót bandaríska háskólasundsins á hverju ári. Sarah Blake Bateman er eini Íslendingurinn sem hefur náð því áður.
Hrafnhildur með þrjú skólamet
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti


