Lyfjamálin hjá frjálsíþróttasambandi Jamaíka hafa verið undir smásjánni síðustu vikur. Nú hefur lyfjaeftirlitsnefndin í landinu sagt af sér í heild sinni.
Í nefndinni eru tólf manns og hún hefur verið sökuð um slælegt lyfjaeftirlit. Alþjóða lyjfaeftirlitsnefndin kom til landsins á dögunum að taka út störf nefndarinnar.
Átta hlauparar frá Jamaíka hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári.
Lyfjaeftirlitsnefnd Jamaíka segir af sér

Fleiri fréttir
