Körfubolti

Þegar Skúli Tyson og Damon mættust í hringnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Sigurður Jökull
Damon Johnson, fyrrum leikmaður Keflavíkur í körfubolta, sneri aftur til Íslands á dögunum eftir langa fjarveru.

Hann fór á kostum í sigri B-liðs Keflavíkur á ÍG í 16-liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla og skoraði meira en 30 stig. Johnson verður fertugur á næsta ári en skoraði meira en 30 stig í leiknum.

Johnson varð þrefaldur Íslandsmeistari á sínum tíma með Keflavík og afar vinsæll hér á landi. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2002 og spilaði með íslenska landsliðinu á sínum tíma.

Víkurfréttir birta í dag skemmtilegt myndband sem sýnir Johnson berjast við Skúla „Tyson“ Vilbergsson, annan Keflvíking, í hnefaleikum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×