Handbolti

Kasi-Jesper vill fá tæpa fimmtán milljarða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jesper Nielsen, betur þekktur sem Kasi-Jesper.
Jesper Nielsen, betur þekktur sem Kasi-Jesper. Nordic Photos / Getty Images
Sumarið 2012 fór danska ofurliðið AG Kaupmannahöfnið á hausinn með miklum látum vegna fjárhagsvandræða eigandans Jesper Nielsen.

Uppgangur AG hafði verið mikill á skömmum tíma en liðið varð tvöfaldur meistari tvö ár í röð og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2012.

Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson tóku allir þátt í ævintýrinu og voru allir að spila með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London þegar fréttirnar af gjaldþroti AG bárust.

Danskir fjölmiðlar greina frá því að skartgriparisinn Pandora skuldi honum 672 milljónir danskra króna eða tæplega fimmtán milljarða króna samkvæmt samkomulagi sem hann gerði þegar hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu árið 2010.

Pandora segir hins vegar samkomulagið verðlaust og viðurkennir ekki útreikninga Nielsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×