Handbolti

Heiðar Levý varð vel í sigri Nötteröy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Levý Guðmundsson.
Heiðar Levý Guðmundsson. Mynd/Diener
Heiðar Levý Guðmundsson og félagar í Nötteröy unnu flottan fimm marka sigur á Bodö HK, 29-24, í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bodö-liðið var fimm sætum fyrir ofan Nötteröy í töflunni og er þessi sigur því athyglisverður.

Heiðar Levý varði 17 skot í leiknum eða 41 prósent skota sem komu á hann. Heiðar Levý varði líka eina vítið sem hann reyndi við.

Þetta var langþráður sigur enda Nötteröy búið að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og hafði ekki unnið deildarleik síðan 17. nóvember.

Nötteröy var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10, og náði mest sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×