Handbolti

Íslendingaliðin drógust ekki saman í þýska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Það geta þrjú Íslendingalið komist í undanúrslit þýska bikarsins í handbolta á þessu tímabili en dregið var í átta liða úrslitin í kvöld. SG Flensburg-Handewitt, Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin sluppu við að mætast í átta liða úrslitunum.

Rhein-Neckar Löwen komst í átta liða úrslitin með því að slá út bikarmeistara Kiel og lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta VfL Bad Schwartau á heimavelli í átta liða úrslitunum.

SG Flensburg-Handewitt, lið Ólafs Gústafssonar, mætir HSG Wetzlar á útivelli og lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin fá TBV Lemgo í heimsókn. Flensburg sló b-deildarlið Aue út úr 16 liða úrslitunum en Refirnir höfðu betur á móti Eintracht Hildesheim.

Bikarúrslitahelgin fer fram í Hamburg 12. og 13. apríl en átta liða úrslitin eru spiluð 26. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×