Þegar George Weah skaut Val út úr Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 12:45 Nordicphotos/AFP Valsmenn veittu frönsku meisturunum í AS Monaco svo sannarlega verðuga keppni í 1. umferð Evrópukeppni Meistaraliða árið 1988. Valsmenn höfðu á að skipa frábæru liði og gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Atli Eðvaldsson, sem lék sem afturliggjandi framherji í leiknum, skoraði sigurmarkið á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Val Valssyni. „Heppnin var með okkur,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco, sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. „Við hefðum samt vel getað tapað 3-0,“ sagði Hoddle um Valsliðið sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. Meðal leikmanna Monaco í leiknum voru frönsku landsliðsmennirnir Manuel Amoros, Patrick Battiston auk Hoddle og þekkts framherja sem átti eftir að gera gæfumuninn fyrir franska liðið í síðari leiknum. Í síðari leiknum í Frakklandi var það markvörður Valsmanna, Guðmundur H. Baldursson, sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 15. mínútu. Guðmundi mistókst að grípa hornspyrnu, reyndi svo að spyrna knettinum frá en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór af stönginni og í netið. Sigurmarkið var þó af dýrari gerðinni. Líberíumaður nokkur að nafni George Weah tók þá boltann niður af mikilli snilld við miðjuhringinn. Skipti engum toga heldur hljóp hann rakleiðis í átt að marki og lét svo vaða af löngu færi. Í markhorninu hafnaði boltinn með þvílíkum krafti að Guðmundur í markinu átti ekki möguleika. „Ég lék á tvo menn og leit þá upp og sá möguleikann á að skjóta. Ég hitti boltann vel og það er reglulega gaman að skora svona mark. Vörn Vals er erfið viðureignar og vel skipulögð,“ sagði Weah í leikslok. Valsmenn féllu því úr leik 2-1 samanlagt. Markið frá Weah má sjá í stuttri samantekt úr leiknum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Valsmenn veittu frönsku meisturunum í AS Monaco svo sannarlega verðuga keppni í 1. umferð Evrópukeppni Meistaraliða árið 1988. Valsmenn höfðu á að skipa frábæru liði og gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Atli Eðvaldsson, sem lék sem afturliggjandi framherji í leiknum, skoraði sigurmarkið á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Val Valssyni. „Heppnin var með okkur,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco, sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. „Við hefðum samt vel getað tapað 3-0,“ sagði Hoddle um Valsliðið sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. Meðal leikmanna Monaco í leiknum voru frönsku landsliðsmennirnir Manuel Amoros, Patrick Battiston auk Hoddle og þekkts framherja sem átti eftir að gera gæfumuninn fyrir franska liðið í síðari leiknum. Í síðari leiknum í Frakklandi var það markvörður Valsmanna, Guðmundur H. Baldursson, sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 15. mínútu. Guðmundi mistókst að grípa hornspyrnu, reyndi svo að spyrna knettinum frá en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór af stönginni og í netið. Sigurmarkið var þó af dýrari gerðinni. Líberíumaður nokkur að nafni George Weah tók þá boltann niður af mikilli snilld við miðjuhringinn. Skipti engum toga heldur hljóp hann rakleiðis í átt að marki og lét svo vaða af löngu færi. Í markhorninu hafnaði boltinn með þvílíkum krafti að Guðmundur í markinu átti ekki möguleika. „Ég lék á tvo menn og leit þá upp og sá möguleikann á að skjóta. Ég hitti boltann vel og það er reglulega gaman að skora svona mark. Vörn Vals er erfið viðureignar og vel skipulögð,“ sagði Weah í leikslok. Valsmenn féllu því úr leik 2-1 samanlagt. Markið frá Weah má sjá í stuttri samantekt úr leiknum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira