Handbolti

Brasilía og Ungverjaland í átta liða úrslitin á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Brasilía og Ungverjaland eru komin í átta liða úrslitin á HM kvenna í handbolta sem fer fram þessa dagana í Serbíu. Ungverjar áttu ekki í miklum vandræðum með Spán og Brasilía vann öruggan sigur á Hollandi. Liðin mætast í átta liða úrslitunum á miðvikudaginn.

Ungverjar unnu sjö marka sigur á Spáni, 28-21. Anita Görbicz skoraði sex mörk fyrir ungverska liðið sem er með þessu að ná sínum besta árangri á HM í mörg ár. Marta López skoraði sjö mörk fyrir Spán.

Spænska liðið byrjaði vel og komst í 4-2 og 7-5 en þá komu fjögur ungversk mörk í röð. Ungverjar voru síðan 17-12 yfir í hálfleik og kláruðu leikinn sannfærandi með því að vinna síðustu 17 mínúturnar 9-4.

Brasilía vann sex marka sigur á Hollandi, 29-23, og hafa þær brasilísku þar með unnið sex fyrstu leiki sína á mótinu. Brasilíska liðið var 16-14 yfir í hálfleik. Ana Paula Rodrigues skoraði sjö mörk fyrir Brasilíu en Lois Abbingh var markahæst hjá Hollandi með sjö mörk.

Tveir frábærir kaflar brasilíska liðsins lögðu grunninn að sigrinum. Fyrst breyttu þær stöðunni úr 8-10 í 16-12 á lokakafla (8-2) fyrri hálfleiksins og komust síðan í 23-17 um miðjan seinni hálfleik eftir 6-1 kafla.

Þrír af fjórum leikjum átta liða úrslitanna er því klárir því þar mætast Brasilía-Holland, Pólland-Frakkland og Danmörk-Þýskaland. Seinna í kvöld kemur síðan í ljós hvaða tvær þjóðir mætast í lokaleiknum. Noregur mætir þá Tékklandi og Suður-Kórea spilar við heimastúlkur í Serbíu.

Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×