Handbolti

Skoruðu ekki mark í fyrri hálfleik á HM í handbolta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stelpurnar í landsliði Paragvæ fögnuðu sigri í Bólivíu í nóvember.
Stelpurnar í landsliði Paragvæ fögnuðu sigri í Bólivíu í nóvember. Nordicphotos/Getty
Spánverjar unnu 29-9 sigur á Paragvæ í C-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í dag. Tapliðið komst ekki á blað fyrr en í síðari hálfleik.

Paragvæjar höfðu tapað öllum þremur leikjum sínum stórt og útlitið var svart í hálfleik er staðan var 14-0. Stelpurnar frá Suður-Ameríku réttu úr kútnum í síðari hálfleik sem fór 15-9 og lokatölurnar 29-9.

Spánverjar komust upp að hlið Norðmanna með sigrinum en leikur þeirra norsku gegn Angóla stendur yfir. Þær norsku leiddu 12-9 í hálfleik.

Úrslit í öðrum leikjum dagsins:

Ástralía 10-34 Tékkland

Þýskaland 26-20 Túnis

Pólland 31-17 Argentína

Rúmenía 21-17 Ungverjaland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×