Körfubolti

Endurráðinn 24 tímum síðar | "Búið að hreinsa loftið“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pálmi Þór Sævarsson.
Pálmi Þór Sævarsson. Mynd/Vilhelm
Pálmi Þór sævarsson hefur verið endurráðinn þjálfari karlaliðs Skallagríms 24 klukkustundum eftir að honum var sagt upp störfum.

Á heimasíðu Skallagríms í gærkvöldi var greint frá því að Pálma Þór hefði verið sagt upp störfum. Finnur Jónsson og Páll Axel Vilbergsson myndu taka við liðinu. Eftir fundarhöld stjórnar körfuknattleiksdeildar með þremenningunum í dag náðist sú „ánægjulega niðurstaða að Pálmi verður áfram þjálfari liðsins og Páll Axel kemur inn í þjálfarateymið ásamt honum,“ eins og segir á heimasíðu Skallagríms.  

Finnur verður liðsstjóri ásamt því að vera yfirþjálfari og verkefnastjóri yngri flokka sem fyrr.

Fjölmargir furðuðu sig á ákvörðun stjórnar körfuknattleiksdeildar að víkja Pálma Þór úr stöðu þjálfara. Egill Egilsson, leikmaður liðsins, gagnrýndi ákvörðunina á Twitter líkt og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, og Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.

„Málin hafa verið rædd hreint út og er það mat mat stjórnar að með þessari niðurstöðu sé búið að hreinsa loftið og Skallagrímsliðið sé tilbúið í slaginn framundan og stefnan sett á að komast í úrslitakeppni 8 bestu liða landsins í vor.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×